Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 17. október 2011 09:24 Mynd af www.lax-a.is Við á Veiðivísi kíktum í gær í Ytri Rangá og tókum stöðuna á þeim mönnum sem voru þar við veiðar. Dagurinn í gær var frekar rólegur vegna kulda en þó komu nokkrir laxar á land. Meðal veiðimanna var ung stúlka í fylgd með föður sínum og gerði hún sér lítið fyrir og setti í 5 laxa á Klöppinni og landaði einum 10 punda. Kom hún á eftir vanari mönnum sem urðu ekki varir á sama stað. Annars virðist vera lúmskt mikið af laxi á sumum stöðum. Tjarnarbreiðan gaf t.d. 17 laxa á föstudeginum og menn voru að missa mikið. Allt var þetta tekið á flugu. Þeir staðir sem virðast gefa vel þessa dagana eru t.d. Tjarnarbreiðan, Sandhólar (17a), Klöpp og Gaddstaðaflöt. En það er týnast upp fiskur á eiginlega öllum stöðum þó svo að það sé ekki í miklu magni en engu að síður prýðisgóð veiði miðað við árstíma. Og það sem vakti furðu er líka að sjá bjarta laxa sem eru nýlega gengnir í ánna. Það er tæpar 2 vikur eftir af veiðitímanum og nokkuð víst að haldist veðrið í lagi fari áin yfir 5000 laxa á þessu tímabili. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Við á Veiðivísi kíktum í gær í Ytri Rangá og tókum stöðuna á þeim mönnum sem voru þar við veiðar. Dagurinn í gær var frekar rólegur vegna kulda en þó komu nokkrir laxar á land. Meðal veiðimanna var ung stúlka í fylgd með föður sínum og gerði hún sér lítið fyrir og setti í 5 laxa á Klöppinni og landaði einum 10 punda. Kom hún á eftir vanari mönnum sem urðu ekki varir á sama stað. Annars virðist vera lúmskt mikið af laxi á sumum stöðum. Tjarnarbreiðan gaf t.d. 17 laxa á föstudeginum og menn voru að missa mikið. Allt var þetta tekið á flugu. Þeir staðir sem virðast gefa vel þessa dagana eru t.d. Tjarnarbreiðan, Sandhólar (17a), Klöpp og Gaddstaðaflöt. En það er týnast upp fiskur á eiginlega öllum stöðum þó svo að það sé ekki í miklu magni en engu að síður prýðisgóð veiði miðað við árstíma. Og það sem vakti furðu er líka að sjá bjarta laxa sem eru nýlega gengnir í ánna. Það er tæpar 2 vikur eftir af veiðitímanum og nokkuð víst að haldist veðrið í lagi fari áin yfir 5000 laxa á þessu tímabili.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði