Veiði

Lokatölur úr Andakílsá

Karl Lúðvíksson skrifar
Mynd af www.svfr.is
Veiði lauk í Andakílsá á sl. föstudag. Samtals veiddust 180 laxar í ánni í sumar samkvæmt Kristjáni Guðmundssyni formanni árnefndar.

Veiðin skiptist þannig á milli mánaða að einn lax fékkst í júnímánuði (af silungasvæðinu), 70 laxar fengust í júlí, 64 laxar í ágústmánuði og 45 laxar í september. Alls gera þetta 180 laxar. Skipting agns var þannig að 107 laxar veiddust á flugu en 73 á maðk.

Skv. veiðibók var 10 fiskum var sleppt þetta sumarið á móti 9 fiskum sumarið 2010.  Hlutfall slepptra laxa er mun hærra nú þar sem 331 fiskur kom á land í fyrra.  

Bestu flugur voru: Rauð Frances(26), svört Frances(12), Sunray Shadow(12), Snælda(11), Green butt(4) og Undertaker(4).  Aðrar flugur voru með minna og má nefna að um 30 flugunöfn voru skráð til bókar á þessa 107 fiska.

Veiðin sumarið 2011 er sú næst lakasta frá því að SVFR tók ána á leigu, einungis árið 2004 er daprara, þá veiddust 129 laxar á svæðinu. Líkt og undangengin ár eru veiðistaðir 3 og 4 (Efri Fossbakkahylur) bestu veiðistaðirnir, 80 fiskar fengust í veiðistað 3 og 66 í veiðistað 4 (Efri Fossbakkahyl).

Birt með góðfúslegu leyfi SVFR








×