King segir hættu á mestu kreppu allra tíma 7. október 2011 07:55 Mynd/AP Bankastjóri Englandsbanka Mervyn King segir að Bretar gætu lent í klónum á verstu fjármálakreppu allra tíma. Þessi orð lét hann falla þegar hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun sinni í gær að dæla 75 milljörðum punda, eða tæpum þrettán þúsund milljörðum íslenskra króna inn í breskt hagkerfi. Í ræðu sinni sagði hann að hagkerfum Evrópu og Bandaríkjanna hefði verið snúið á haus á síðustu þremur mánuðum og að heimurinn sé nú breyttur. King gekk svo langt að segja að ástandið gæti orðið enn verra en í kreppunni miklu á fjórða áratugi síðustu aldar. Þess vegna væri hver ákvörðun í baráttunni gegn kreppu gríðarlega mikilvæg. Matsfyrirtækið Moodys lækkaði í nótt lánshæfi tólf breskra banka og býst fyrirtækið við því að bankarnir þurfi enn meiri stuðning frá stjórnvöldum. Royal Bank of Scotland, RBS var lækkaður um tvö stig og stórbankinn Lloyds lækkaði um eitt stig. Bankarnir eru nú metnir með einkunninni Aa3. Fréttirnar urðu þess valdandi að hlutabréf í bönkunum lækkuðu töluvert og svo dæmi sé tekið hafa bréf í RBS lækkað um fimm prósent. Moodys lækkaði einnig níu portúgalska banka í nótt. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bankastjóri Englandsbanka Mervyn King segir að Bretar gætu lent í klónum á verstu fjármálakreppu allra tíma. Þessi orð lét hann falla þegar hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun sinni í gær að dæla 75 milljörðum punda, eða tæpum þrettán þúsund milljörðum íslenskra króna inn í breskt hagkerfi. Í ræðu sinni sagði hann að hagkerfum Evrópu og Bandaríkjanna hefði verið snúið á haus á síðustu þremur mánuðum og að heimurinn sé nú breyttur. King gekk svo langt að segja að ástandið gæti orðið enn verra en í kreppunni miklu á fjórða áratugi síðustu aldar. Þess vegna væri hver ákvörðun í baráttunni gegn kreppu gríðarlega mikilvæg. Matsfyrirtækið Moodys lækkaði í nótt lánshæfi tólf breskra banka og býst fyrirtækið við því að bankarnir þurfi enn meiri stuðning frá stjórnvöldum. Royal Bank of Scotland, RBS var lækkaður um tvö stig og stórbankinn Lloyds lækkaði um eitt stig. Bankarnir eru nú metnir með einkunninni Aa3. Fréttirnar urðu þess valdandi að hlutabréf í bönkunum lækkuðu töluvert og svo dæmi sé tekið hafa bréf í RBS lækkað um fimm prósent. Moodys lækkaði einnig níu portúgalska banka í nótt.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira