King segir hættu á mestu kreppu allra tíma 7. október 2011 07:55 Mynd/AP Bankastjóri Englandsbanka Mervyn King segir að Bretar gætu lent í klónum á verstu fjármálakreppu allra tíma. Þessi orð lét hann falla þegar hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun sinni í gær að dæla 75 milljörðum punda, eða tæpum þrettán þúsund milljörðum íslenskra króna inn í breskt hagkerfi. Í ræðu sinni sagði hann að hagkerfum Evrópu og Bandaríkjanna hefði verið snúið á haus á síðustu þremur mánuðum og að heimurinn sé nú breyttur. King gekk svo langt að segja að ástandið gæti orðið enn verra en í kreppunni miklu á fjórða áratugi síðustu aldar. Þess vegna væri hver ákvörðun í baráttunni gegn kreppu gríðarlega mikilvæg. Matsfyrirtækið Moodys lækkaði í nótt lánshæfi tólf breskra banka og býst fyrirtækið við því að bankarnir þurfi enn meiri stuðning frá stjórnvöldum. Royal Bank of Scotland, RBS var lækkaður um tvö stig og stórbankinn Lloyds lækkaði um eitt stig. Bankarnir eru nú metnir með einkunninni Aa3. Fréttirnar urðu þess valdandi að hlutabréf í bönkunum lækkuðu töluvert og svo dæmi sé tekið hafa bréf í RBS lækkað um fimm prósent. Moodys lækkaði einnig níu portúgalska banka í nótt. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bankastjóri Englandsbanka Mervyn King segir að Bretar gætu lent í klónum á verstu fjármálakreppu allra tíma. Þessi orð lét hann falla þegar hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun sinni í gær að dæla 75 milljörðum punda, eða tæpum þrettán þúsund milljörðum íslenskra króna inn í breskt hagkerfi. Í ræðu sinni sagði hann að hagkerfum Evrópu og Bandaríkjanna hefði verið snúið á haus á síðustu þremur mánuðum og að heimurinn sé nú breyttur. King gekk svo langt að segja að ástandið gæti orðið enn verra en í kreppunni miklu á fjórða áratugi síðustu aldar. Þess vegna væri hver ákvörðun í baráttunni gegn kreppu gríðarlega mikilvæg. Matsfyrirtækið Moodys lækkaði í nótt lánshæfi tólf breskra banka og býst fyrirtækið við því að bankarnir þurfi enn meiri stuðning frá stjórnvöldum. Royal Bank of Scotland, RBS var lækkaður um tvö stig og stórbankinn Lloyds lækkaði um eitt stig. Bankarnir eru nú metnir með einkunninni Aa3. Fréttirnar urðu þess valdandi að hlutabréf í bönkunum lækkuðu töluvert og svo dæmi sé tekið hafa bréf í RBS lækkað um fimm prósent. Moodys lækkaði einnig níu portúgalska banka í nótt.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira