Button stefnir á sigur í Singapúr 20. september 2011 16:56 Jenson Button telur að McLaren hafi haft burði í að vinna tvö síðustu mót og hann stefnir á sigur í SIngapúr um næstu helgi. AP MYND: Antonio Calanni Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr. „Þetta er eitt af þeim mótum sem ég myndi elska hvað mest að sigra. Ég er vongóður um að við getum sýnt sama hraða og í Mónakó og Ungverjalandi. Í þessum mótum náði ég að aka hvað best á árinu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. Brautin í Singapúr er götubraut, eins og brautin í Mónakó, sem Button minntist á og verður hún flóðlýst þegar kappaksturinn fer fram að kvöldi til, þar í landi. „Það er sérkennilegt að mótum í Evrópu er lokið, en við eigum samt eftir sex mót. Persónulega hef ég yndi af mótum á fjarlægum slóðum á lokasprettinum. Brautirnar sem komum til með að heimsækja eru ólíkar og meðal þeirra bestu á tímabilinu, séð frá sjónarmiði ökumanns", sagði Button. „Ég flaug til Singapúr með viðkomu í Japan og hef haft nokkra daga til að undirbúa mig", sagði Button og gat þess að keppendur þyrftu að aðlagast því að kappaksturinn fer fram að kvöldlagi, líkamlega séð og að menn verði að halda vöku sinni og einbeitingu eins og í öðrum mótum. „Miðað við núverandi stöðu okkar, þá er ég bjartsýnn á að mótið í Singapúr mun ganga að vel. Ég hef verið mjög ánægður með hraða bílsins og framlag liðsins. Samt sem áður, þetta snýst um að sigra hjá okkur og það er það sem ég stefni á að gera um helgina", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr. „Þetta er eitt af þeim mótum sem ég myndi elska hvað mest að sigra. Ég er vongóður um að við getum sýnt sama hraða og í Mónakó og Ungverjalandi. Í þessum mótum náði ég að aka hvað best á árinu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. Brautin í Singapúr er götubraut, eins og brautin í Mónakó, sem Button minntist á og verður hún flóðlýst þegar kappaksturinn fer fram að kvöldi til, þar í landi. „Það er sérkennilegt að mótum í Evrópu er lokið, en við eigum samt eftir sex mót. Persónulega hef ég yndi af mótum á fjarlægum slóðum á lokasprettinum. Brautirnar sem komum til með að heimsækja eru ólíkar og meðal þeirra bestu á tímabilinu, séð frá sjónarmiði ökumanns", sagði Button. „Ég flaug til Singapúr með viðkomu í Japan og hef haft nokkra daga til að undirbúa mig", sagði Button og gat þess að keppendur þyrftu að aðlagast því að kappaksturinn fer fram að kvöldlagi, líkamlega séð og að menn verði að halda vöku sinni og einbeitingu eins og í öðrum mótum. „Miðað við núverandi stöðu okkar, þá er ég bjartsýnn á að mótið í Singapúr mun ganga að vel. Ég hef verið mjög ánægður með hraða bílsins og framlag liðsins. Samt sem áður, þetta snýst um að sigra hjá okkur og það er það sem ég stefni á að gera um helgina", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira