Kobayashi: Mjög sérstök stemmning í Singapúr 21. september 2011 13:04 Japaninn Kamui Kobyashi keppir með Sauber liðinu frá Sviss. MYND: Sauber Motorsport AG Japaninn Kamui Kobayashi er eini ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1 sem er frá Asíu og hann vill ná góðum árangri í Singapúr um næstu helgi áður en hann keppir í Japan. Næsta mót á eftir keppninni í Singapúr er á Suzuka brautinni í Japan og verða því tvö mót í Asíu á dagskrá á næstunni. Sauber liðið lenti í vandræðum með gírkassana í bílum sínum í síðustu keppni, sem var á Monza brautinni á Ítalíu. En um helgina keppir Kobayashi á flóðlýstri braut í Singapúr og tekst á við 23 beygjur í hverjum hring. „Á síðasta ári vorum við nokkuð samkeppnisfærir í Singapúr. Ég komst í lokaumferð tímatökunnar, sem er góð minning. En útkoman í keppninni var ekki sú sama. Ég var í níunda sæti þegar ég gerði mistök á slitnum dekkjum og keyrði útaf" sagði Kobayashi í fréttatilkynningu frá Sauber. „Það er mjög sérstök stemmning í Singapúr, af því mótið fer fram í borginni og er að næturlagi, sem hvetur mig til dáða og ég nýt þess vel. Brautin í Singapúr er með mörgum beygjum, sem eru svipaðar og erfiðar að auki. Ég er með sjálfstraustið í lagi fyrir helgina og vill ná góðum árangri, af því þetta er síðasta mótið fyrir mótið á heimavelli mínum í Suzuka. Góð úrslit eru aukinn hvatning og veita manni styrk", sagði Kobayashi. Formúla Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi er eini ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1 sem er frá Asíu og hann vill ná góðum árangri í Singapúr um næstu helgi áður en hann keppir í Japan. Næsta mót á eftir keppninni í Singapúr er á Suzuka brautinni í Japan og verða því tvö mót í Asíu á dagskrá á næstunni. Sauber liðið lenti í vandræðum með gírkassana í bílum sínum í síðustu keppni, sem var á Monza brautinni á Ítalíu. En um helgina keppir Kobayashi á flóðlýstri braut í Singapúr og tekst á við 23 beygjur í hverjum hring. „Á síðasta ári vorum við nokkuð samkeppnisfærir í Singapúr. Ég komst í lokaumferð tímatökunnar, sem er góð minning. En útkoman í keppninni var ekki sú sama. Ég var í níunda sæti þegar ég gerði mistök á slitnum dekkjum og keyrði útaf" sagði Kobayashi í fréttatilkynningu frá Sauber. „Það er mjög sérstök stemmning í Singapúr, af því mótið fer fram í borginni og er að næturlagi, sem hvetur mig til dáða og ég nýt þess vel. Brautin í Singapúr er með mörgum beygjum, sem eru svipaðar og erfiðar að auki. Ég er með sjálfstraustið í lagi fyrir helgina og vill ná góðum árangri, af því þetta er síðasta mótið fyrir mótið á heimavelli mínum í Suzuka. Góð úrslit eru aukinn hvatning og veita manni styrk", sagði Kobayashi.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira