Fréttir af svæðum SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 21. september 2011 21:38 Mynd af www.svfr.is Veiði er að mestu lokið í Setbergsá og var lokaniðurstaða um 70 laxar. Í Krossá á Skarðsströnd er lokahollið við veiðar og er talan þar um 200 laxar. Veiðin í Setbergsá var þokkaleg í sumar, en sumarið leið nokkuð fyrir vatnsskort. Við skoðun á lokatölum þarf að hafa í huga að aðeins er veitt á tvær stangir og áin friðuð vikulega. Leigutöku Stangaveiðifélags Reykjavíkur við Krossá á Skarðsströnd lýkur formlega (a.m.k um stundarsakir) með því holli sem nú er við veiðar. Samkvæmt okkar upplýsingum hefur verið tregfiskerí síðari hluta sumars eftir frábæra byrjun, en Krossá var komin í 100 laxa veiði strax í júlí. Lokaniðurstaða verður líklegast um 200 laxar. Veiðibækur Andakílsár standa í 155 löxum, og væntanlega þarf að leita aftur til ársins 2004 til að finna lægri veiðitölur. Það ár fengust 129 laxar. Miklu minna er af laxi í ánni en undanfarin ár eins og gefur að skilja þegar að veiðitölur eru skoðaðar.Leirvogsá stendur í rúmlega 350 löxum. Þar lýkur veiði formlega í kvöld, en við tekur ferli við að veiða laxa og flytja þá upp fyrir Tröllafoss. Munu þeir laxar verða stangaveiddir í þessari viku. Sumarveiðin stefnir í að verða svipuð og árið 2007 og nokkuð meiri en sumarið 2006 þegar að 299 laxar veiddust. Hins vegar eru veiðitölur mun lægri en árin 2008-2010. Þess ber að geta að Leirvogsá er sjálfbær að því leiti að ekki er sleppt laxaseiðum í ána. Þess má að lokum geta að veiði er lokið í Dunká, en SVFR mun heflja leigutöku þar næsta sumar. Er lokatala árinnar um 100 laxar eftir mikið vatnsleysissumar, en athygli vekur að mjög vænir laxar voru í sumaraflanum. Á meðfylgjandi mynd má sjá sjóbirtingi úr Eldvatnsbotnum sem fékkst sl. laugardag. Hann var 14,52 lbs., lengdin var 80 cm. og tók hann rauðan frances (krók 12). Veiðimaður var Brynjar Örn Ólafsson. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði
Veiði er að mestu lokið í Setbergsá og var lokaniðurstaða um 70 laxar. Í Krossá á Skarðsströnd er lokahollið við veiðar og er talan þar um 200 laxar. Veiðin í Setbergsá var þokkaleg í sumar, en sumarið leið nokkuð fyrir vatnsskort. Við skoðun á lokatölum þarf að hafa í huga að aðeins er veitt á tvær stangir og áin friðuð vikulega. Leigutöku Stangaveiðifélags Reykjavíkur við Krossá á Skarðsströnd lýkur formlega (a.m.k um stundarsakir) með því holli sem nú er við veiðar. Samkvæmt okkar upplýsingum hefur verið tregfiskerí síðari hluta sumars eftir frábæra byrjun, en Krossá var komin í 100 laxa veiði strax í júlí. Lokaniðurstaða verður líklegast um 200 laxar. Veiðibækur Andakílsár standa í 155 löxum, og væntanlega þarf að leita aftur til ársins 2004 til að finna lægri veiðitölur. Það ár fengust 129 laxar. Miklu minna er af laxi í ánni en undanfarin ár eins og gefur að skilja þegar að veiðitölur eru skoðaðar.Leirvogsá stendur í rúmlega 350 löxum. Þar lýkur veiði formlega í kvöld, en við tekur ferli við að veiða laxa og flytja þá upp fyrir Tröllafoss. Munu þeir laxar verða stangaveiddir í þessari viku. Sumarveiðin stefnir í að verða svipuð og árið 2007 og nokkuð meiri en sumarið 2006 þegar að 299 laxar veiddust. Hins vegar eru veiðitölur mun lægri en árin 2008-2010. Þess ber að geta að Leirvogsá er sjálfbær að því leiti að ekki er sleppt laxaseiðum í ána. Þess má að lokum geta að veiði er lokið í Dunká, en SVFR mun heflja leigutöku þar næsta sumar. Er lokatala árinnar um 100 laxar eftir mikið vatnsleysissumar, en athygli vekur að mjög vænir laxar voru í sumaraflanum. Á meðfylgjandi mynd má sjá sjóbirtingi úr Eldvatnsbotnum sem fékkst sl. laugardag. Hann var 14,52 lbs., lengdin var 80 cm. og tók hann rauðan frances (krók 12). Veiðimaður var Brynjar Örn Ólafsson. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði