Mótmælendur handteknir á Wall Street 25. september 2011 11:45 Wallstreet í New York mynd/afp Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Áætlunin „Hernemum Wall Street" sem bandarískir mótmælendur og aðgerðasinnar skipulögðu hefur nú staðið yfir í viku. Hún byrjaði sem friðsamleg og nokkuð fámenn mótmæli en mótmælendum hefur fjölgað mikið undanfarna daga. Margir þeirra hafa sett um nokkurs konar búðir í fjármálahverfi New York borgar og hafa gist þar undanfarna daga í svefnpokum. Hiti færðist í leikinn í gær þegar áttatíu mótmælendur voru handteknir, að því er fram kemur á vef bandaríska dagblaðsins New York Times, en mótmælendurnir, sem voru nokkur hundruð talsins, hugðust ganga norður í mótmælagöngu í átt að Union Square. Talsmaður lögreglunnar í New York sagði að flestir hefðu verið handteknir fyrir að stöðva umferð bæði bíla og gangandi vegfarenda og einnig fyrir að mótþróa, ósamvinnuþýðni og brot gegn valdstjórninni með því að hindra lögreglumenn frá því að gegna skyldustörfum. Og í einu tilviki fyrir árás á lögreglumann. Mótmælendurnir segja að piparúða hafi verið beitt og um 85 mótmælendur hafi verið handteknnir. Einn mótmælandi segist í samtali við New York Times hafa verið úðuð með piparúða fyrir það eitt að spyrja hvers vegna félagi hennar hafi verið handtekinn. Mótmælin, sem standa enn yfir, beinast að fjármálakerfinu sem mótmælendur segja að hygli sérstaklega efnuðu fólki á kostnað almenning. Þau hófust á laugardaginn fyrir rúmri viku og voru skipulögð af samtökum sem kalla sig General Assembly. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Áætlunin „Hernemum Wall Street" sem bandarískir mótmælendur og aðgerðasinnar skipulögðu hefur nú staðið yfir í viku. Hún byrjaði sem friðsamleg og nokkuð fámenn mótmæli en mótmælendum hefur fjölgað mikið undanfarna daga. Margir þeirra hafa sett um nokkurs konar búðir í fjármálahverfi New York borgar og hafa gist þar undanfarna daga í svefnpokum. Hiti færðist í leikinn í gær þegar áttatíu mótmælendur voru handteknir, að því er fram kemur á vef bandaríska dagblaðsins New York Times, en mótmælendurnir, sem voru nokkur hundruð talsins, hugðust ganga norður í mótmælagöngu í átt að Union Square. Talsmaður lögreglunnar í New York sagði að flestir hefðu verið handteknir fyrir að stöðva umferð bæði bíla og gangandi vegfarenda og einnig fyrir að mótþróa, ósamvinnuþýðni og brot gegn valdstjórninni með því að hindra lögreglumenn frá því að gegna skyldustörfum. Og í einu tilviki fyrir árás á lögreglumann. Mótmælendurnir segja að piparúða hafi verið beitt og um 85 mótmælendur hafi verið handteknnir. Einn mótmælandi segist í samtali við New York Times hafa verið úðuð með piparúða fyrir það eitt að spyrja hvers vegna félagi hennar hafi verið handtekinn. Mótmælin, sem standa enn yfir, beinast að fjármálakerfinu sem mótmælendur segja að hygli sérstaklega efnuðu fólki á kostnað almenning. Þau hófust á laugardaginn fyrir rúmri viku og voru skipulögð af samtökum sem kalla sig General Assembly.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira