Vettel: Mjög ánægður með árangurinn 25. september 2011 19:11 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. AP MYND: /Eugene Hoshiko Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu vann Formúlu 1 kappakstursmótið í Singapúr í dag og þegar fimm mótið er ólokið er hann aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Eftir mótið í dag getur aðeins Jenson Button há McLaren liðinu komið í veg fyrir það tölfræðilega séð. Til að Button geti skákað Vettel, þá verður Button að vinna þau 5 mót sem eftir eru og á sama tíma má Vettel ekki fá stig. Ef Vettel fær t.d. eitt stig í næsta móti, þá verður Vettel meistari og Button á ekki lengur möguleika. „Ég er mjög, mjög ánægður með árangurinn í dag. Bíllinn var frábær allan tímann. Þegar við þurftum að auka hraðann, þá gátum við aukið forskotið tiltölulega auðveldlega, sem hjálpaði til", sagði Vettel eftir keppnina í dag. Vettel tapaði niður góðu forskoti í mótinu, þegar öryggisbíllinn kom inn á brautina vegna óhapps, sem varð í brautinni. En í endurræsingunni náði hann strax ágætu forskoti. Vettel komst í réttan takt á ný og var ekki ógnað í mótinu. „Í heildina litið voru þetta frábær úrslit. Ég elska þessa braut og þetta verkefni. Þetta er eitt lengsta mót tímabilsins. Bíllinn var frábær og vélin líka. Renault vann sitt verk vel, þannig að við vorum í þægilegri stöðu mest alla keppnina. Það hentar vel hérna, því það er verðugt verkefni að raða öllum tímatökusvæðunum saman aksturslega séð, ekki bara í tímatökunni, heldur líka í kappakstrinum. Ég er ánægður og hvað titislaginn varðar, þá er annað tækifæri í næstu keppni", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu vann Formúlu 1 kappakstursmótið í Singapúr í dag og þegar fimm mótið er ólokið er hann aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Eftir mótið í dag getur aðeins Jenson Button há McLaren liðinu komið í veg fyrir það tölfræðilega séð. Til að Button geti skákað Vettel, þá verður Button að vinna þau 5 mót sem eftir eru og á sama tíma má Vettel ekki fá stig. Ef Vettel fær t.d. eitt stig í næsta móti, þá verður Vettel meistari og Button á ekki lengur möguleika. „Ég er mjög, mjög ánægður með árangurinn í dag. Bíllinn var frábær allan tímann. Þegar við þurftum að auka hraðann, þá gátum við aukið forskotið tiltölulega auðveldlega, sem hjálpaði til", sagði Vettel eftir keppnina í dag. Vettel tapaði niður góðu forskoti í mótinu, þegar öryggisbíllinn kom inn á brautina vegna óhapps, sem varð í brautinni. En í endurræsingunni náði hann strax ágætu forskoti. Vettel komst í réttan takt á ný og var ekki ógnað í mótinu. „Í heildina litið voru þetta frábær úrslit. Ég elska þessa braut og þetta verkefni. Þetta er eitt lengsta mót tímabilsins. Bíllinn var frábær og vélin líka. Renault vann sitt verk vel, þannig að við vorum í þægilegri stöðu mest alla keppnina. Það hentar vel hérna, því það er verðugt verkefni að raða öllum tímatökusvæðunum saman aksturslega séð, ekki bara í tímatökunni, heldur líka í kappakstrinum. Ég er ánægður og hvað titislaginn varðar, þá er annað tækifæri í næstu keppni", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira