Hvað myndu Guðjón Þórðarson og Bjarnólfur Lárusson gera við Tevez? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2011 22:30 Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti tvo harða íslenska þjálfara í dag, Guðjón Þórðarson og Bjarnólf Lárusson, og spurði þá hvað þeir myndu gera við Carlos Tevez ef þær væru í sporum Roberto Mancini. „Sagan liggur kannski ekki öll fyrir því það er ágreiningur um hvað gerðist. Mancini segir að Tevez hafi neitað að fara inn á völlinn en Tevez segir að hann hafi aldrei neitað að fara inn á. Það er því greinilega einhver ágreiningur þarna uppi," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs BÍ/Bolungarvíkur og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. „Ég held samt að Mancini viti það alveg þegar leikmaður neitar að fara inn á. Það er grafalvarlegt mál ef leikmaður neitar að taka þátt í leiknum og vinna vinnuna sína, sama á hvaða launum hann er," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera smitandi þessa dagana," sagði Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga í léttum tón aðspurður um hvað hann myndi gera þar sem hann væri nýbúinn að taka á agamálum í Víkingsliðinu. „Það er engin önnur leið fyrir Roberto Mancini en að láta hann fara eftir þessa uppákomu. Það er með ólíkingum hvernig maður með 150 milljónir í mánaðarlaun geti hagað sér svona. Menn verða fljótir að grafa undan Mancini ef hann tekur ekki á þessu máli af festu," sagði Bjarnólfur. „Ég myndi taka mjög fast á manninum, það er alveg ljóst. Kannski er Tevez með leikrit í gangi til að reyna að komast í burtu og hann virðist ekki vera trúr klúbbnum. Það er mjög alvarlegt ef menn haga sér með þessum hætti en þeir verða líka að hugsa um að þetta er dýr fjárfesting. Þeir verða að fá eitthvað fyrir skemmda eplið því það er greinilega að hann er ekki að vinna með liðsheildinni," sagði Guðjón. Bjarnólfur hefur ekki áhyggjur af því að Manchester City geti ekki selt Carlos Tevez. „Nú þarf bara viðskiptaliðið í kringum klúbbinn að finna aðila sem tilbúinn að kaupa Tevez og borga honum þessi laun. Það verður ekki vandamál Mancini og þeir leysa örugglega nokkuð auðveldlega úr því," sagði Bjarnólfur en veit hann um mörg svona agamál úr boltanum? „Það koma endalaust upp einhver mál í boltanum þótt að þetta sé ótrúlega skrýtið mál enda menn að neita að fara inn á í Meistaradeildinni í einhverju mótmælaskyni. Það er því þeim mun mikilvægara fyrir þjálfarann að taka á þessu af mikilli festu," sagði Bjarnólfur en hvað gerist ef að eigendur þvinga Mancini til að nota Tevex áfram? „Þá fer bara Mancini því það er alveg ljóst að menn verða að standa á sínum prinsippum. Ef menn ætla að hafa aga í klúbbnum þá eiga þeir enga leið til baka ef þeir taka ekki á svona máli. Þetta verður alveg skýrt hjá Mancini," sagði Bjarnólfur en það má sjá bæði viðtölin við þá Guðjón og Bjarnólf með því að smella hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti tvo harða íslenska þjálfara í dag, Guðjón Þórðarson og Bjarnólf Lárusson, og spurði þá hvað þeir myndu gera við Carlos Tevez ef þær væru í sporum Roberto Mancini. „Sagan liggur kannski ekki öll fyrir því það er ágreiningur um hvað gerðist. Mancini segir að Tevez hafi neitað að fara inn á völlinn en Tevez segir að hann hafi aldrei neitað að fara inn á. Það er því greinilega einhver ágreiningur þarna uppi," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs BÍ/Bolungarvíkur og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. „Ég held samt að Mancini viti það alveg þegar leikmaður neitar að fara inn á. Það er grafalvarlegt mál ef leikmaður neitar að taka þátt í leiknum og vinna vinnuna sína, sama á hvaða launum hann er," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera smitandi þessa dagana," sagði Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga í léttum tón aðspurður um hvað hann myndi gera þar sem hann væri nýbúinn að taka á agamálum í Víkingsliðinu. „Það er engin önnur leið fyrir Roberto Mancini en að láta hann fara eftir þessa uppákomu. Það er með ólíkingum hvernig maður með 150 milljónir í mánaðarlaun geti hagað sér svona. Menn verða fljótir að grafa undan Mancini ef hann tekur ekki á þessu máli af festu," sagði Bjarnólfur. „Ég myndi taka mjög fast á manninum, það er alveg ljóst. Kannski er Tevez með leikrit í gangi til að reyna að komast í burtu og hann virðist ekki vera trúr klúbbnum. Það er mjög alvarlegt ef menn haga sér með þessum hætti en þeir verða líka að hugsa um að þetta er dýr fjárfesting. Þeir verða að fá eitthvað fyrir skemmda eplið því það er greinilega að hann er ekki að vinna með liðsheildinni," sagði Guðjón. Bjarnólfur hefur ekki áhyggjur af því að Manchester City geti ekki selt Carlos Tevez. „Nú þarf bara viðskiptaliðið í kringum klúbbinn að finna aðila sem tilbúinn að kaupa Tevez og borga honum þessi laun. Það verður ekki vandamál Mancini og þeir leysa örugglega nokkuð auðveldlega úr því," sagði Bjarnólfur en veit hann um mörg svona agamál úr boltanum? „Það koma endalaust upp einhver mál í boltanum þótt að þetta sé ótrúlega skrýtið mál enda menn að neita að fara inn á í Meistaradeildinni í einhverju mótmælaskyni. Það er því þeim mun mikilvægara fyrir þjálfarann að taka á þessu af mikilli festu," sagði Bjarnólfur en hvað gerist ef að eigendur þvinga Mancini til að nota Tevex áfram? „Þá fer bara Mancini því það er alveg ljóst að menn verða að standa á sínum prinsippum. Ef menn ætla að hafa aga í klúbbnum þá eiga þeir enga leið til baka ef þeir taka ekki á svona máli. Þetta verður alveg skýrt hjá Mancini," sagði Bjarnólfur en það má sjá bæði viðtölin við þá Guðjón og Bjarnólf með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira