Vettel skrefi nær öðrum meistaratitilinum 11. september 2011 21:24 Sebastian Vettel fagnar á Monza í dag eftir að hafa komið fyrstur í endamark í áttunda skipti á árinu. AP MYND: LUCA BRUNO Sebastain Vettel hjá Red Bull er með 112 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, eftir sigurinn á Monza í dag, sem var hans áttundi á árinu. Vettel vann sinn fyrsta sigur á sömu braut árið 2008 með Torro Rosso liðinu. Hann á fræðilega möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í næstu keppni sem er í Singapúr og keppinautar hans fá ekki nægilega mörg stig til að halda í titilvonina. Sex mót eru enn eftir á tímabilinu. Vettel varð meistari ökumanna í fyrra. Vettel er með 284 stig i stigamóti ökumanna, Fernando Alonso á Ferrari 172, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull 167 og Lewis Hamilton á McLaren 158. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 12, fjórða 10, og svo 8, 6, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vinni Vettel næsta mót, svo dæmi sé tekið um stöðu hans og keppinautanna um titilinn þá verður Alonso að lenda í öðru eða þriðja sæti til að eiga möguleika á meistaratitlinum í framhaldinu. Button og Webber verða einnig að lenda í öðru sæti til að eiga áfram tölfræðilega möguleika í kapphlaupinu við Vettel, ef Vettel vinnur næsta mót. Hamilton á ekki möguleika á titilinum ef Vettel vinnur næsta mót. Aðspurður á fréttamannafundi hvenær hann gæti leyft sér að segja að hann væri í frábærri til stöðu að vinna titilinn sagði Vettel: „Ég held ég geti leyft mér að segja að við séum í frábærri stöðu. Ef þið spyrjið Fernando, Lewis, Jenson eða Mark, þá myndi þeir vilja skipta á stöðunni við mig. En þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Síðasta ár sannar það. Maður veit ekki fyrr en í síðasta hring í síðustu keppni", sagði Vettel sem tryggði sér meistaratitilinn í fyrra í lokamótinu í Abu Dhabi. „Staðan er kannski öðruvísi í ár, en það eru mörg mót eftir. Við reynum að hámarka árangurinn eins og við gerðum hér. Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt mót, miðað við hvernig gekk síðustu tvö ár. En við vorum samkeppnisfærir í ár, sem var frábært. Við vorum í góðri stöðu og hámörkuðum árangur okkar og hefðu ekki getað gert betur. Frábær keppni. Frábært þjónustuhlé. Ræsingin var ekki góð, þannig að við þurfum að skoða það fyrir næsta mót. Svo sjáum við hvað gerist", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastain Vettel hjá Red Bull er með 112 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, eftir sigurinn á Monza í dag, sem var hans áttundi á árinu. Vettel vann sinn fyrsta sigur á sömu braut árið 2008 með Torro Rosso liðinu. Hann á fræðilega möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í næstu keppni sem er í Singapúr og keppinautar hans fá ekki nægilega mörg stig til að halda í titilvonina. Sex mót eru enn eftir á tímabilinu. Vettel varð meistari ökumanna í fyrra. Vettel er með 284 stig i stigamóti ökumanna, Fernando Alonso á Ferrari 172, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull 167 og Lewis Hamilton á McLaren 158. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 12, fjórða 10, og svo 8, 6, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vinni Vettel næsta mót, svo dæmi sé tekið um stöðu hans og keppinautanna um titilinn þá verður Alonso að lenda í öðru eða þriðja sæti til að eiga möguleika á meistaratitlinum í framhaldinu. Button og Webber verða einnig að lenda í öðru sæti til að eiga áfram tölfræðilega möguleika í kapphlaupinu við Vettel, ef Vettel vinnur næsta mót. Hamilton á ekki möguleika á titilinum ef Vettel vinnur næsta mót. Aðspurður á fréttamannafundi hvenær hann gæti leyft sér að segja að hann væri í frábærri til stöðu að vinna titilinn sagði Vettel: „Ég held ég geti leyft mér að segja að við séum í frábærri stöðu. Ef þið spyrjið Fernando, Lewis, Jenson eða Mark, þá myndi þeir vilja skipta á stöðunni við mig. En þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Síðasta ár sannar það. Maður veit ekki fyrr en í síðasta hring í síðustu keppni", sagði Vettel sem tryggði sér meistaratitilinn í fyrra í lokamótinu í Abu Dhabi. „Staðan er kannski öðruvísi í ár, en það eru mörg mót eftir. Við reynum að hámarka árangurinn eins og við gerðum hér. Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt mót, miðað við hvernig gekk síðustu tvö ár. En við vorum samkeppnisfærir í ár, sem var frábært. Við vorum í góðri stöðu og hámörkuðum árangur okkar og hefðu ekki getað gert betur. Frábær keppni. Frábært þjónustuhlé. Ræsingin var ekki góð, þannig að við þurfum að skoða það fyrir næsta mót. Svo sjáum við hvað gerist", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira