McLaren gefst ekki upp í titilslagnum 13. september 2011 11:28 Sebastian Vettel og Jenson Button faðmast eftir góðan árangur á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Vettel vann ítalska Formúlu 1 mótið og Button varð annar. AP mynd: Antonio Calanni Martin Whitmarsh hjá McLaren segir liðið ekki hafa gefist upp í titilslagnum í Formúlu 1, en Sebastian Vettel á Red Bull er með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Monza brautinni á Ítalíu á sunnudaginn. Jenson Button varð annar á McLaren á Monza brautinni, Fernando Alonso á Ferrari þriðji og Lewis Hamilton á McLaren fjórði. Red Bull er með 451 stig í stigamóti bílasmiða eftir keppnina á Monza, McLaren er með 325 og Ferrari 254. Red Bull er því í sterkri stöðu í stigamóti bílasmiða eins og í stigamóti ökumanna. Vettel er með 284 stig í stigamóti ökumanna, Alonso 172, Button 167 og Mark Webber hjá Red Bull er einnig með 167 stig. Hamilton er með 158. Vettel er með 112 stiga forskot í stigakeppni ökumanna og getur tryggt sér titilinn í næsta móti í Singapúr, ef úrslitin verða honum í hag. Whitmarsh telur möguleika á sigri McLaren í Singapúr mótinu. „Það eru góðir möguleika á að vinna. Við erum hérna til þessa að sigra og munum reyna af kappi í Singapúr, svo mikið er víst", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. Aðspurður um hvort slagnum um meistaratitillinn væri lokið sagði Whitmarsh: „Nei. Ekki ennþá. En við viljum reyna að vinna nokkur mót. Það er mögulegt, en þeir (Red Bull liðið) eru að gera góða hluti og Sebastian er ekki að gera nógu mikið af mistökum að mínu mati, en sjáum hvað setur." Um frammistöðu McLaren á Monza sagði Whitmarsh: „Við vorum með hraðann í bílnum, en ræsingin gekk ekki vel sem var svekkjandi. Ef keppnin hefði verið einum hring lengri, þá hefðum við náð báðum bílum í verðlaunasæti. Við náðum fleiri stigum en nokkuð annað lið og náðum besta og næstbesta tíma í (í einstökum hring) í keppninni. Við vorum vonsviknir að vinna ekki. En það eru sex mót eftir, sem við getum unnið og við munum keppa að því af kappi", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren segir liðið ekki hafa gefist upp í titilslagnum í Formúlu 1, en Sebastian Vettel á Red Bull er með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Monza brautinni á Ítalíu á sunnudaginn. Jenson Button varð annar á McLaren á Monza brautinni, Fernando Alonso á Ferrari þriðji og Lewis Hamilton á McLaren fjórði. Red Bull er með 451 stig í stigamóti bílasmiða eftir keppnina á Monza, McLaren er með 325 og Ferrari 254. Red Bull er því í sterkri stöðu í stigamóti bílasmiða eins og í stigamóti ökumanna. Vettel er með 284 stig í stigamóti ökumanna, Alonso 172, Button 167 og Mark Webber hjá Red Bull er einnig með 167 stig. Hamilton er með 158. Vettel er með 112 stiga forskot í stigakeppni ökumanna og getur tryggt sér titilinn í næsta móti í Singapúr, ef úrslitin verða honum í hag. Whitmarsh telur möguleika á sigri McLaren í Singapúr mótinu. „Það eru góðir möguleika á að vinna. Við erum hérna til þessa að sigra og munum reyna af kappi í Singapúr, svo mikið er víst", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. Aðspurður um hvort slagnum um meistaratitillinn væri lokið sagði Whitmarsh: „Nei. Ekki ennþá. En við viljum reyna að vinna nokkur mót. Það er mögulegt, en þeir (Red Bull liðið) eru að gera góða hluti og Sebastian er ekki að gera nógu mikið af mistökum að mínu mati, en sjáum hvað setur." Um frammistöðu McLaren á Monza sagði Whitmarsh: „Við vorum með hraðann í bílnum, en ræsingin gekk ekki vel sem var svekkjandi. Ef keppnin hefði verið einum hring lengri, þá hefðum við náð báðum bílum í verðlaunasæti. Við náðum fleiri stigum en nokkuð annað lið og náðum besta og næstbesta tíma í (í einstökum hring) í keppninni. Við vorum vonsviknir að vinna ekki. En það eru sex mót eftir, sem við getum unnið og við munum keppa að því af kappi", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira