Dauft í Vatnsá og Skógá Vötn og Veiði skrifar 19. september 2011 09:19 Lax þreyttur í Vatnsá Mynd af www.votnogveiði.is Óvenju litlum fréttum hefur farið af Vatnsá sem hefur verið með frískari laxveiðiám landsins síðustu sumur. Þá er einnig dauft yfir Skógá, en okkur langaði að heyra fréttir af svæðinu og heyrðum í Ásgeiri Ásmundssyni. Ásgeir er leigutaki Skófgár og umsjónarmaður Vatnsár. Hann sendi okkur dálitla skýrslu: „Það má með sanni tala um þessa vertíð sem merkilega fyrir þær sakir hve lítið gengur af laxi á þessu svæði. Vatnsá er að gefa bestu tveggja daga hollum uppí 15 laxa sem er varla fjórðungur af veiðinni frá því í fyrra. Laxinn hefur verið að færa sig ofar í kerfið og víða má finna lax en hvergi er mikið magn af fiski. Stórlaxar hafa verið að veiðast jafnt og þétt í sumar og hafa nokkrir 80+ cm fiskar komið á land, þá hafa veiðst uppí 8 punda birtingar á svæðinu. Af síðustu þremur árum hefur Vatnsá verið besta laxveiðiáin á landinu í tvígang yfir veiði pr.stöng en þetta sumar er algjör viðsnúningur þar á. Meira um Vatnsá og Skógá á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4030 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Veiði Slök laxveiði fyrir vestan Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði
Óvenju litlum fréttum hefur farið af Vatnsá sem hefur verið með frískari laxveiðiám landsins síðustu sumur. Þá er einnig dauft yfir Skógá, en okkur langaði að heyra fréttir af svæðinu og heyrðum í Ásgeiri Ásmundssyni. Ásgeir er leigutaki Skófgár og umsjónarmaður Vatnsár. Hann sendi okkur dálitla skýrslu: „Það má með sanni tala um þessa vertíð sem merkilega fyrir þær sakir hve lítið gengur af laxi á þessu svæði. Vatnsá er að gefa bestu tveggja daga hollum uppí 15 laxa sem er varla fjórðungur af veiðinni frá því í fyrra. Laxinn hefur verið að færa sig ofar í kerfið og víða má finna lax en hvergi er mikið magn af fiski. Stórlaxar hafa verið að veiðast jafnt og þétt í sumar og hafa nokkrir 80+ cm fiskar komið á land, þá hafa veiðst uppí 8 punda birtingar á svæðinu. Af síðustu þremur árum hefur Vatnsá verið besta laxveiðiáin á landinu í tvígang yfir veiði pr.stöng en þetta sumar er algjör viðsnúningur þar á. Meira um Vatnsá og Skógá á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4030 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Veiði Slök laxveiði fyrir vestan Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði