Schumacher fær góðar móttökur á Ítalíu 2. september 2011 11:12 Michael Schumacher ræðir málin á fréttamannafundi á Spa brautinni á dögunum. AP mynd: Yves Logghe Næsta Formúlu 1 mót er um aðra helgi og þá keppir Michael Schumacher í móti sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar ökumaður, eða fimm sinnum. Keppt verður á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari og Torro Rosso keppnisliðanna, sem bæði eru staðsett á Ítalíu með bækistöðvar sínar. Schumacher vann fimm meistaratitla með Ferrari og sigranna fimm á hröðustu braut ársins, en hún er skammt frá Mílanó. Meðalhraðinn er 255 km á klukkustund, en meðaltalið fyrir árið er 211 á þeim brautum sem keppt er á samkvæmt upplýsingum frá Mercedes, liði Schumacher. „Síðsta mótið í Evrópu, á Monza er á sögulegri braut og mér hefur alltaf verið tekið með opnum örmum og fengið góðan stuðning þarna gegnum tíðina", sagði Schumacher í fréttatilkynningu Mercedes. Schumacher vann sig upp úr síðasta ráslínu í keppninni á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi í það fimmta, en 24 ökumenn keppa í Formúlu 1. „Við náðum góðum árangri á Spa um síðustu helgi og ég hafði sérstaklega gaman af því að berjast um að komast framúr og það því verkefni að komast upp um mörg sæti. Þetta gefur okkur aukin kraft í lokahluta mótaraðarinnar. Við munum gera okkar besta til að ná hagstæðum úrslitum", sagði Schumacher. Rosberg, liðsfélaga Schumacher hlakkar til mótsins á Monza. „Við lærðum í síðustu keppni að bíll okkar getur verið samkeppnisfær á háhraðabrautum og við tókum framfaraskref. Ég er sannfærðir að það sama verður upp á teningnum á Ítalíu. Ég heimsótti bækistöð okkar í vikunni og er ánægður með það sem er þar í gangi", sagði Rosberg, en Formúlu 1 lið Mercedes er staðsett í Brackley í Englandi. Formúla Íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Næsta Formúlu 1 mót er um aðra helgi og þá keppir Michael Schumacher í móti sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar ökumaður, eða fimm sinnum. Keppt verður á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari og Torro Rosso keppnisliðanna, sem bæði eru staðsett á Ítalíu með bækistöðvar sínar. Schumacher vann fimm meistaratitla með Ferrari og sigranna fimm á hröðustu braut ársins, en hún er skammt frá Mílanó. Meðalhraðinn er 255 km á klukkustund, en meðaltalið fyrir árið er 211 á þeim brautum sem keppt er á samkvæmt upplýsingum frá Mercedes, liði Schumacher. „Síðsta mótið í Evrópu, á Monza er á sögulegri braut og mér hefur alltaf verið tekið með opnum örmum og fengið góðan stuðning þarna gegnum tíðina", sagði Schumacher í fréttatilkynningu Mercedes. Schumacher vann sig upp úr síðasta ráslínu í keppninni á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi í það fimmta, en 24 ökumenn keppa í Formúlu 1. „Við náðum góðum árangri á Spa um síðustu helgi og ég hafði sérstaklega gaman af því að berjast um að komast framúr og það því verkefni að komast upp um mörg sæti. Þetta gefur okkur aukin kraft í lokahluta mótaraðarinnar. Við munum gera okkar besta til að ná hagstæðum úrslitum", sagði Schumacher. Rosberg, liðsfélaga Schumacher hlakkar til mótsins á Monza. „Við lærðum í síðustu keppni að bíll okkar getur verið samkeppnisfær á háhraðabrautum og við tókum framfaraskref. Ég er sannfærðir að það sama verður upp á teningnum á Ítalíu. Ég heimsótti bækistöð okkar í vikunni og er ánægður með það sem er þar í gangi", sagði Rosberg, en Formúlu 1 lið Mercedes er staðsett í Brackley í Englandi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira