Mikil veiði í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 4. september 2011 19:54 Mynd: www.svfr.is Það er aldeilis góður gangur í Stóru Laxá þessa dagana. Franskir og Sænskir veiðimenn hafa verið að veiðum síðustu daga. Mokveiði hefur verið niður á svæði eitt og tvö , sumir dagar yfir 30 laxar á 4 stangirnar , svæði eitt og tvö mun vera að nálgast 300 laxa. Mikklu rólegra er á svæði þrjú og fjögur, en síðustu daga hafa þó verið að reitast inn fiskar og farið að sjást fiskur hingað og þangað bæði á svæði þrjú og fjögur. 90 prosent af veiddum laxi hefur verið sleppt aftur í ánna. Lax er í flestum hyljum á neðri svæðunum en sérstaklega er mikill lax í Kóngsbakka og síðustu fréttir eru þær að einn af Frönsku veiðimönnunum rölti frá Kóngsbakka niður næsta hyl sem heitir að mig minnir Stekkjarnef og lenti þar í ógnar veiði bæði í gærkveldi og í morgunn , mikið af veiðinni var stórlax. Sá Franski fullyrðir að þessi hylur sé pakkfullur af laxi , og hylurinn er 800 metra langur. Svo endilega veiðimenn sem eru að fara í Stóru Laxá ekki láta þennan hyl fara fram hjá ykkur , þetta er næsti hylur fyrir neðan Kóngsbakka. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði
Það er aldeilis góður gangur í Stóru Laxá þessa dagana. Franskir og Sænskir veiðimenn hafa verið að veiðum síðustu daga. Mokveiði hefur verið niður á svæði eitt og tvö , sumir dagar yfir 30 laxar á 4 stangirnar , svæði eitt og tvö mun vera að nálgast 300 laxa. Mikklu rólegra er á svæði þrjú og fjögur, en síðustu daga hafa þó verið að reitast inn fiskar og farið að sjást fiskur hingað og þangað bæði á svæði þrjú og fjögur. 90 prosent af veiddum laxi hefur verið sleppt aftur í ánna. Lax er í flestum hyljum á neðri svæðunum en sérstaklega er mikill lax í Kóngsbakka og síðustu fréttir eru þær að einn af Frönsku veiðimönnunum rölti frá Kóngsbakka niður næsta hyl sem heitir að mig minnir Stekkjarnef og lenti þar í ógnar veiði bæði í gærkveldi og í morgunn , mikið af veiðinni var stórlax. Sá Franski fullyrðir að þessi hylur sé pakkfullur af laxi , og hylurinn er 800 metra langur. Svo endilega veiðimenn sem eru að fara í Stóru Laxá ekki láta þennan hyl fara fram hjá ykkur , þetta er næsti hylur fyrir neðan Kóngsbakka. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði