Hamilton býst við spennu á Ítalíu 5. september 2011 13:53 Lewis Hamilton á McLaren í tímatökunni á Spa á dögunum. Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni, á Spa brautinni í Belgíu. Hann viðurkenndi eftir keppnina að hafa gert mistök í akstri, sem orsakaði árekstur hans og Kamui Kobayashi. Hamilton varð að hætta keppni eftir atvikið, en hann keppir í þrettánda Formúlu 1 móti ársins á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. „Á síðasta ári vann ég á Spa, en komst ekki í endamark á Monza. Þetta árið mun ég leita eftir að snúa þessu við! Ég hlakka til að mæta til leiks á Ítalíu. Ég ók þar mikið þegar ég keppti í kart-kappakstri. Ég elska landið", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hann kvaðst ekki verið með hugann við það sem gerðist á Spa, heldur horfði fram veginn. Hamilton er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna og möguleiki hans á meistaratitlinum minnkaði talsvert þegar hann féll úr leik í síðustu keppni. „Ég tel að við mætum nokkuð bjartsýnir í mótið. Ég hef aldrei sigrað á Monza brautinni og það væri gaman að ná hagstæðum úrslitum í ár. Ég hlakka sérstaklega til tímatökunnar, af því ég held að stillanlegi afturvængurinn muni skipta miklu máli, hvað aksturstímann varðar. Ég vil hámarka getu bílsins í tímatökunni og vill vitanlega fylgja því eftir í keppninni." Notkun á stillanlegum afturvæng þýðir að ökumenn ná meiri hámarkshraða en ella og á Monza verður leyft að nota vænginn á tveimur stöðum í brautinni í kappakstrinum, en notkun er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég held að það verði spenna í tímatökunni. Við verðum 20 km hraðari en áður á fjórum stöðum í brautinni, þannig að tímarnir í tímatökunni verða hraðari en í keppninni. Það ætti að verða nokkuð spennandi. Ég held að við séum að fara horfa fram á aðra jafna keppni og ég hlakka til", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni, á Spa brautinni í Belgíu. Hann viðurkenndi eftir keppnina að hafa gert mistök í akstri, sem orsakaði árekstur hans og Kamui Kobayashi. Hamilton varð að hætta keppni eftir atvikið, en hann keppir í þrettánda Formúlu 1 móti ársins á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. „Á síðasta ári vann ég á Spa, en komst ekki í endamark á Monza. Þetta árið mun ég leita eftir að snúa þessu við! Ég hlakka til að mæta til leiks á Ítalíu. Ég ók þar mikið þegar ég keppti í kart-kappakstri. Ég elska landið", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hann kvaðst ekki verið með hugann við það sem gerðist á Spa, heldur horfði fram veginn. Hamilton er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna og möguleiki hans á meistaratitlinum minnkaði talsvert þegar hann féll úr leik í síðustu keppni. „Ég tel að við mætum nokkuð bjartsýnir í mótið. Ég hef aldrei sigrað á Monza brautinni og það væri gaman að ná hagstæðum úrslitum í ár. Ég hlakka sérstaklega til tímatökunnar, af því ég held að stillanlegi afturvængurinn muni skipta miklu máli, hvað aksturstímann varðar. Ég vil hámarka getu bílsins í tímatökunni og vill vitanlega fylgja því eftir í keppninni." Notkun á stillanlegum afturvæng þýðir að ökumenn ná meiri hámarkshraða en ella og á Monza verður leyft að nota vænginn á tveimur stöðum í brautinni í kappakstrinum, en notkun er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég held að það verði spenna í tímatökunni. Við verðum 20 km hraðari en áður á fjórum stöðum í brautinni, þannig að tímarnir í tímatökunni verða hraðari en í keppninni. Það ætti að verða nokkuð spennandi. Ég held að við séum að fara horfa fram á aðra jafna keppni og ég hlakka til", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira