Veiði

Breiðdalsá yfir 1000 laxa og Jökla í metveiði

Karl Lúðvíksson skrifar
Halldór Ásgeirsson með stórlax af Jöklusvæðinu
Halldór Ásgeirsson með stórlax af Jöklusvæðinu Mynd af www.strengir.is
Og Jöklusvæðið með öllum hliðaránum Laxá, Kaldá og Fögruhlíðará hefur verið að gera það líka gott undanfarið, á bilinu 7-16 laxar á dag á sex stangir. Heildartalan núna er um 450 laxar eða 100 löxum meira en allt sumarið 2011!

Og þeir stóru hafa aldeilis verið þar líka því mikill fjöldi stórra laxa er á vatnasvæðinu. T.d. fékk Halldór Ásgeirsson sem var í holli nýlega þrjá laxa á bilinu 90-96 cm en stærsti lax sumarsins er 102 cm hængur sem vó 10.6 kg og sjá má einnig á mynd hér.

Birt með góðfúslegu leyfi Strengja

Sá stærsti úr Jöklu, 102 cm hængur. Veiðistaður Fossárgrjót . Veiðimaður Sigurður Skúli Bárðarson. Fluga Friggi. Stöng Winston tvíhenda lina 6.Mynd af www.strengir.is
Í dag fór Breiðdalsá yfir 1000 laxa múrinn og veiðin verið góð þrátt fyrir mikil flóð undanfarna daga í kjölfar rigninga. Þegar sjatnar enn meira í ánni má búast við á bilinu 25-40 laxa veiði á dag og þá verða tölur fljótar að breytast. Ef aðstæður verða góða í september má búast við að vel á annað þúsund laxar veiðist  í heildina í sumar, en við sjáum til.

Mikill lax er genginn  upp í gegnum teljarann í fossinum í Efri-Beljanda eða á milli 300-400 laxar sem er mun meira en áður hefur gert og þar af eru nokkrir um og yfir meter samkvæmt Vakateljaranum sem mælir einnig lengd fiska. Nú hefur aðgengi að veiðistöðum ofan við fossinn einnig verið stórbætt með nýjum vegi beint frá þjóðvegi 1 að Valabakkahyl og veiðistöðum þar fyrir ofan að forgöngu Veiðifélagi Breiðdælinga og er það til mikilla bóta.  






×