Vettel: Verðum að halda einbeitingu 8. september 2011 18:55 Sebastian Vettel er mættur til Ítalíu og keppir á Monza bratuinni um helgina. AP mynd: Antonio Calanni Sebastian Vettel hjá Red Bull er með 92 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 og er mættur til Monza á Ítalíu þar sem þrettánda umferð meistaramótsins fer fram um helgina. Liðsfélagi Vettel, Mark Webber er í öðru sæti í stigamótinu, en Fernando Alonso á Ferrari þriðji, en hann er 102 stigum á eftir Vettel. Þá er Red Bull með 131 stigs forskot á McLaren í stigamóti bílasmiða. Sjö mót eru enn eftir og þannig 175 stig í stigapottinum í hvoru stigamótinu fyrir sigur, en fyrir sigur fást 25 stig. „Ég veit að við erum í góðri stöðu, en meistarmótið er enn opið og við verðum að halda einbeitingu og hafa athyglina á öllum smáatriðum. Vera vissir um að við náum alltaf því besta út úr okkur og bílnum í hverju móti", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Það sama gildir hér. Þetta er braut sem hentar okkur kannski ekki eins mikið og aðrar, en vitum það þó ekki með vissu. Morgundagurinn verður mikilvægur og kannski verður sjéns á sigri. Við verðum að stefna á það", sagði Vettel, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða eru á föstudag að venju. Hann vildi líka meina að ef sigurmöguleikarnir væru ekki til staðar í kappakstrinum, þá væri ekki viturlegt að stefna á toppsætið. „Það þarf að skoða stöðuna hverju sinni. Hvað stöðuna í stigamótinu varðar, þá erum við í sterkri stöðu og við höfum unnið af kappi og gert fá mistök, og við eigum skilið að vera í þessari stöðu. Það þýðir ekki að allt verði í góðu lagi í næstu mótum." Hann ræddi um að hlutirnir gætu breyst hratt, eins og var raunin í fyrra, en Vettel vann meistaratitilinn raunverulega í síðasta mótinu, en Alonso hafði verið í forystu í stigamótinu fyrir síðasta mótið. En afgerandi forskot Vettel hjálpar honum óneitnalega á lokasprettinum á þessu keppnistímabili. „Ég kýs fremur að vera í stöðunni sem ég er í núna. Þegar maður er að elta þá verður maður að ná árangri, annars er hætta á að þeir sem eru á undan auki forskotið. Staðan er önnur núna. En mikilvægasta keppnin til að vera í stigaforystu í er síðasta keppnin. Við lukum tímabilinu í fyrra þannig og það er það sem við sækjumst eftir", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er með 92 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 og er mættur til Monza á Ítalíu þar sem þrettánda umferð meistaramótsins fer fram um helgina. Liðsfélagi Vettel, Mark Webber er í öðru sæti í stigamótinu, en Fernando Alonso á Ferrari þriðji, en hann er 102 stigum á eftir Vettel. Þá er Red Bull með 131 stigs forskot á McLaren í stigamóti bílasmiða. Sjö mót eru enn eftir og þannig 175 stig í stigapottinum í hvoru stigamótinu fyrir sigur, en fyrir sigur fást 25 stig. „Ég veit að við erum í góðri stöðu, en meistarmótið er enn opið og við verðum að halda einbeitingu og hafa athyglina á öllum smáatriðum. Vera vissir um að við náum alltaf því besta út úr okkur og bílnum í hverju móti", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. „Það sama gildir hér. Þetta er braut sem hentar okkur kannski ekki eins mikið og aðrar, en vitum það þó ekki með vissu. Morgundagurinn verður mikilvægur og kannski verður sjéns á sigri. Við verðum að stefna á það", sagði Vettel, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða eru á föstudag að venju. Hann vildi líka meina að ef sigurmöguleikarnir væru ekki til staðar í kappakstrinum, þá væri ekki viturlegt að stefna á toppsætið. „Það þarf að skoða stöðuna hverju sinni. Hvað stöðuna í stigamótinu varðar, þá erum við í sterkri stöðu og við höfum unnið af kappi og gert fá mistök, og við eigum skilið að vera í þessari stöðu. Það þýðir ekki að allt verði í góðu lagi í næstu mótum." Hann ræddi um að hlutirnir gætu breyst hratt, eins og var raunin í fyrra, en Vettel vann meistaratitilinn raunverulega í síðasta mótinu, en Alonso hafði verið í forystu í stigamótinu fyrir síðasta mótið. En afgerandi forskot Vettel hjálpar honum óneitnalega á lokasprettinum á þessu keppnistímabili. „Ég kýs fremur að vera í stöðunni sem ég er í núna. Þegar maður er að elta þá verður maður að ná árangri, annars er hætta á að þeir sem eru á undan auki forskotið. Staðan er önnur núna. En mikilvægasta keppnin til að vera í stigaforystu í er síðasta keppnin. Við lukum tímabilinu í fyrra þannig og það er það sem við sækjumst eftir", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira