Missti 2 laxa í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 24. ágúst 2011 13:11 Mynd af www.svfr.is Við fengum póst frá veiðimanni sem var í Elliðavatni um helgina og ætlaði að klára sína vatnaveiði þar á þessu tímabili. það má segja að hann hafi heldur betur lent í skemmtilegheitum því hann setti í tvo laxa en því miður missti þá báða. Hér er pósturinn frá Þóri Árnasyni: "Ég kíkti upp í Elliðavatn um helgina og ætlaði rétt að taka nokkur köst í vatnið áður en sumarkortið mitt rynni út. Ég byrjaði við brúnna sem liggur yfir vatnið og var að kasta þar í smá straumröst liggur undan brúnni og út í vatn. Ég var búinn að fá 4 urriða á fluguna og var nokkuð sáttur við mitt. Ég var kominn að endanum á þessum straum og var með lítinn nobbler undir þegar ég fæ þessa fínu töku. Fiskurinn tók strax stökk og þá sá ég að þetta var lax. Hann hékk nú ekki lengi á heldur sleit sig lausann og tók fluguna með sér. Ég átti annan nobbler í boxinu og setti hann undir og hélt áfram að kasta. Þá fékk ég aðra töku og þetta var bara allt eins og sú fyrri. Laxinn stökk, tók roku og sleit. Þetta var að því leitinu alveg mér að kenna því ég hef yfirleitt alltaf verið með granna tauma í vatninu. En mikið rosalega var þetta gaman! Ég hef aldrei áður sett í lax í vatninu. Ég gekk síðan aðeins niður með straumnum og sá þá greinilega nokkra laxa sem lágu við smá kant í vatninu á ekki nema meters dýpi. En þeir styggðust við að sjá mig og hurfu í dýpið". Það er spurning hvort menn kíki ekki í vatnið næstu daga og sjái hvort það sé meira af laxi í vatninu. Nokkrir dagar eftir í Elliðavatni svo það er um að gera að nýta tímann. Við þökkum Þóri fyrir póstinn og minnum ykkur á að senda okkur veiðisögur og veiðimyndir á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Við fengum póst frá veiðimanni sem var í Elliðavatni um helgina og ætlaði að klára sína vatnaveiði þar á þessu tímabili. það má segja að hann hafi heldur betur lent í skemmtilegheitum því hann setti í tvo laxa en því miður missti þá báða. Hér er pósturinn frá Þóri Árnasyni: "Ég kíkti upp í Elliðavatn um helgina og ætlaði rétt að taka nokkur köst í vatnið áður en sumarkortið mitt rynni út. Ég byrjaði við brúnna sem liggur yfir vatnið og var að kasta þar í smá straumröst liggur undan brúnni og út í vatn. Ég var búinn að fá 4 urriða á fluguna og var nokkuð sáttur við mitt. Ég var kominn að endanum á þessum straum og var með lítinn nobbler undir þegar ég fæ þessa fínu töku. Fiskurinn tók strax stökk og þá sá ég að þetta var lax. Hann hékk nú ekki lengi á heldur sleit sig lausann og tók fluguna með sér. Ég átti annan nobbler í boxinu og setti hann undir og hélt áfram að kasta. Þá fékk ég aðra töku og þetta var bara allt eins og sú fyrri. Laxinn stökk, tók roku og sleit. Þetta var að því leitinu alveg mér að kenna því ég hef yfirleitt alltaf verið með granna tauma í vatninu. En mikið rosalega var þetta gaman! Ég hef aldrei áður sett í lax í vatninu. Ég gekk síðan aðeins niður með straumnum og sá þá greinilega nokkra laxa sem lágu við smá kant í vatninu á ekki nema meters dýpi. En þeir styggðust við að sjá mig og hurfu í dýpið". Það er spurning hvort menn kíki ekki í vatnið næstu daga og sjái hvort það sé meira af laxi í vatninu. Nokkrir dagar eftir í Elliðavatni svo það er um að gera að nýta tímann. Við þökkum Þóri fyrir póstinn og minnum ykkur á að senda okkur veiðisögur og veiðimyndir á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði