Heidfeld í mál vegna samningsbrots Renault 26. ágúst 2011 23:06 Nick Heidfeld telur sig eiga fullan rétt á því að aka fyrir Renault í Formúlu 1. LAT Photographic/Andrew Ferraro Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Heidfeld var ráðinn sem ökumaður Renault í stað Robert Kubica sem meiddist í rallkeppni í vetur, en Eric Bouillier, framkvæmdarstjóri Renault liðsins taldi Heidfeld ekki hafa staðið sig nógu vel á keppnistímabilinu, við hliðina á Vitaly Petrov. Bouiller og aðrir stjórnendur liðsins ákváðu því að skipa Senna í hans stað. Umboðsmaður Heidfeld sagði í frétt á autosport.com að aðgerð Renault væri vonbrigði, en kvaðst vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu hjá dómsstólum og að Heidfeld myndi vonandi keyra í keppninni í Síngapúr. „Ég var hissa á niðurstöðu liðsins að skipta mér út. Ég er enn með samning og vill keyra", sagði Heidfeld um málið, en hann mætti á mótsstaðinn í dag klæddur Renault fatnaði, sem kom Eric Bouillier framkvæmdarstjóra liðsins á óvart. „Nick er fínn náungi, en það var eitthvað ekki að virka. Hann leiddi ekki liðið og þegar menn eru hægari en Vitaly, í raun oftast nær, þá er erfitt fyrir hann að pressa á liðið og vera leiðtogi", sagði Bouillier. „Ég er ekki að segja frammistaða okkar sé Nick að kenna. Bíllinn er ekki nógu góður og við höfum gert mistök. En það þurfti að breyta einhverju hjá liðinu og varðandi ökumenn, til að vekja menn upp af blundinum. Það þarf að vekja upp áræðni innan liðsins." Bouiller sagðist telja að Heifeld hefði mætt á mótssvæðið til að vera ekki brotlegur í samningi við liðið, sem er enn með samning þrátt fyrir stöðuna hvað keppnissætið varðar. Málið verður tekið fyrir í London 19. september, en í bili má Senna keyra bíl Renault, bæði á Spa brautinni og í næsta móti á Monza á Ítalíu. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nick Heidfleld telur að Formúlu 1 lið Renault hafi brotið á sér þegar það ákvað að ráða Bruno Senna sem keppnisökumann í hans stað frá og með mótinu á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Málið er komið fyrir dómara í Bretlandi og verður skoðað í kjölinn 19. september, en á meðan ekur Senna fyrir Renault. Heidfeld var ráðinn sem ökumaður Renault í stað Robert Kubica sem meiddist í rallkeppni í vetur, en Eric Bouillier, framkvæmdarstjóri Renault liðsins taldi Heidfeld ekki hafa staðið sig nógu vel á keppnistímabilinu, við hliðina á Vitaly Petrov. Bouiller og aðrir stjórnendur liðsins ákváðu því að skipa Senna í hans stað. Umboðsmaður Heidfeld sagði í frétt á autosport.com að aðgerð Renault væri vonbrigði, en kvaðst vonast eftir sanngjarnri niðurstöðu hjá dómsstólum og að Heidfeld myndi vonandi keyra í keppninni í Síngapúr. „Ég var hissa á niðurstöðu liðsins að skipta mér út. Ég er enn með samning og vill keyra", sagði Heidfeld um málið, en hann mætti á mótsstaðinn í dag klæddur Renault fatnaði, sem kom Eric Bouillier framkvæmdarstjóra liðsins á óvart. „Nick er fínn náungi, en það var eitthvað ekki að virka. Hann leiddi ekki liðið og þegar menn eru hægari en Vitaly, í raun oftast nær, þá er erfitt fyrir hann að pressa á liðið og vera leiðtogi", sagði Bouillier. „Ég er ekki að segja frammistaða okkar sé Nick að kenna. Bíllinn er ekki nógu góður og við höfum gert mistök. En það þurfti að breyta einhverju hjá liðinu og varðandi ökumenn, til að vekja menn upp af blundinum. Það þarf að vekja upp áræðni innan liðsins." Bouiller sagðist telja að Heifeld hefði mætt á mótssvæðið til að vera ekki brotlegur í samningi við liðið, sem er enn með samning þrátt fyrir stöðuna hvað keppnissætið varðar. Málið verður tekið fyrir í London 19. september, en í bili má Senna keyra bíl Renault, bæði á Spa brautinni og í næsta móti á Monza á Ítalíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira