Hamilton áminntur og Maldonado refsað vegna áreksturs 27. ágúst 2011 21:10 Lewis Hamilton var áminntur af dómurum á Spa brautinni í Belgíu í dag. Mynd: McLaren F1 Formúlu 1 ökumennirnir Lewis Hamilton hjá McLaren og Pastor Maldonado lentu í samtuði í tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Þeir rákust saman eftir að hafa lokið annarri umferð tímatökunnar í dag og dómarar mótsins töldu báða brotlega. Maldonado verður færður úr 16 sæti á ráslínu í það 21 fyrir kappaksturinn vegna atviksins, en Hamilton fékk aðeins áminningu. Kapparnir tveir voru á öndverðum meiði varðandi atvikið, en bílarnir rákust nokkuð harkalega saman. „Ég hef ekki talað við hann (Maldonado) til að vita hans hlið, en það er ljóst af myndbandi að við erum að aka beinan kafla, sem liggur þó aðeins til hægri. Hann er á hægri hliðinni og ég vinstri og kemst ekki meira til vinstri en raun var. Á einhvern hátt skellur hann á mér og það er annarra að skilgreina hvað gerðist, en ég keyrði ekki á neinn", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann taldi lán í óláni að bíllinn skemmdist ekki meira en raun bar vitni og hann kláraði lokumferð tímaökunnar og er annar á ráslínu á eftir Sebastian Vettel í kappakstrinum á morgun. Maldonado var spurður á því hvort hann hefði vísvitandi keyrt á Hamilton. „Nei. Ég reyndi að komast framúr honum af því hann hægði á sér. Þetta lítur út eins og beinn kafli, en það er beygja þarna, en kannski var hann að beygja á meðan ég keyrði beint. Það er erfitt að segja. Það var engin ástæða til að aðhafast neitt (eftir að bílarnir höfðu lokið annarri umferðinni). Það er ljóst að báðir gerðu mistök", sagði Maldonado. Dómarar litu yfir málið og létu sinn dóm falla, en þá gáfu þeir líka fjórum ökumönnum leyfi til að keppa á morgun sem höfðu ekki náð lágmarks aksturstímanum í tímatökunni, en aðstæður voru erfiðar vegna rigningar. Það verða því 24 bílar á ráslínunni á morgun og Michael Schumacher afstastur á Mercedes eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar. Formúla Íþróttir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumennirnir Lewis Hamilton hjá McLaren og Pastor Maldonado lentu í samtuði í tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Þeir rákust saman eftir að hafa lokið annarri umferð tímatökunnar í dag og dómarar mótsins töldu báða brotlega. Maldonado verður færður úr 16 sæti á ráslínu í það 21 fyrir kappaksturinn vegna atviksins, en Hamilton fékk aðeins áminningu. Kapparnir tveir voru á öndverðum meiði varðandi atvikið, en bílarnir rákust nokkuð harkalega saman. „Ég hef ekki talað við hann (Maldonado) til að vita hans hlið, en það er ljóst af myndbandi að við erum að aka beinan kafla, sem liggur þó aðeins til hægri. Hann er á hægri hliðinni og ég vinstri og kemst ekki meira til vinstri en raun var. Á einhvern hátt skellur hann á mér og það er annarra að skilgreina hvað gerðist, en ég keyrði ekki á neinn", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann taldi lán í óláni að bíllinn skemmdist ekki meira en raun bar vitni og hann kláraði lokumferð tímaökunnar og er annar á ráslínu á eftir Sebastian Vettel í kappakstrinum á morgun. Maldonado var spurður á því hvort hann hefði vísvitandi keyrt á Hamilton. „Nei. Ég reyndi að komast framúr honum af því hann hægði á sér. Þetta lítur út eins og beinn kafli, en það er beygja þarna, en kannski var hann að beygja á meðan ég keyrði beint. Það er erfitt að segja. Það var engin ástæða til að aðhafast neitt (eftir að bílarnir höfðu lokið annarri umferðinni). Það er ljóst að báðir gerðu mistök", sagði Maldonado. Dómarar litu yfir málið og létu sinn dóm falla, en þá gáfu þeir líka fjórum ökumönnum leyfi til að keppa á morgun sem höfðu ekki náð lágmarks aksturstímanum í tímatökunni, en aðstæður voru erfiðar vegna rigningar. Það verða því 24 bílar á ráslínunni á morgun og Michael Schumacher afstastur á Mercedes eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira