Yfirmaður hjá Mercedes biður Schumacher afsökunar 27. ágúst 2011 21:28 Mercedes bíll Michael Schumacher skemmdist nokkuð eftir að afturhjól flaug undan bílnum í tímatökunni í dag. AP mynd: Dimitar Dilkoff Michael Schumacher var afar óheppinn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn sem fóru fram í dag, en afturhjól losnaði undan bílnum. Bíllinn snerist útaf og Schumacher sem er að halda upp á það að 20 ár eru frá því að hann byrjaði í Formúlu 1 verður aftastur á ráslínu. Nobert Haug hjá Mercedes liðinu sagði að liðið yrði að biðja hann afsökunar á atvikinu og það verður skoðað hvað gerðist. „Vitanlega hefði ég óskað að þess að þetta hefði farið öðruvísi í tímatökunni, en það er erfitt að keyra á þremur hjólum, þó ég þekki það af fyrri reynslu á Spa brautinni", sagði Schumacher um atvikið í dag. „Án gríns, þá á svona lagað ekki að geta gerst, en þetta er Formúla 1. Við vinnum samkvæmt hæsta gæðastaðli, en svona getur gerst. Fyrst hélt ég að ég hefði misst bílinn út að aftan, en svo sá ég afturhjólið fara undan bílnum. Skildi hvað hafði gerst. Það góða við þetta er að ég sparaði dekk og það er því bara ein leið á morgun. Uppávið", sagði Schumacher Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum fyrir hönd Schumacher, því aðstæður á brautinni hefðu hentað honum fullkomlega. Rigning var í tímatökunum. „Við þurfum að skoða hvað gerðist, en lítur út fyrir að eitthvað hafi vantað í tengslum við að tryggja að afturhjólið væri fast. Þetta verður skoðað í kvöld, til að þetta geti ekki hent aftur. Báðir bílarnir eru með uppsetningu fyrir þurra braut og vonandi verður þurrt á morgun", sagði Brawn. Formúla Íþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Michael Schumacher var afar óheppinn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn sem fóru fram í dag, en afturhjól losnaði undan bílnum. Bíllinn snerist útaf og Schumacher sem er að halda upp á það að 20 ár eru frá því að hann byrjaði í Formúlu 1 verður aftastur á ráslínu. Nobert Haug hjá Mercedes liðinu sagði að liðið yrði að biðja hann afsökunar á atvikinu og það verður skoðað hvað gerðist. „Vitanlega hefði ég óskað að þess að þetta hefði farið öðruvísi í tímatökunni, en það er erfitt að keyra á þremur hjólum, þó ég þekki það af fyrri reynslu á Spa brautinni", sagði Schumacher um atvikið í dag. „Án gríns, þá á svona lagað ekki að geta gerst, en þetta er Formúla 1. Við vinnum samkvæmt hæsta gæðastaðli, en svona getur gerst. Fyrst hélt ég að ég hefði misst bílinn út að aftan, en svo sá ég afturhjólið fara undan bílnum. Skildi hvað hafði gerst. Það góða við þetta er að ég sparaði dekk og það er því bara ein leið á morgun. Uppávið", sagði Schumacher Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum fyrir hönd Schumacher, því aðstæður á brautinni hefðu hentað honum fullkomlega. Rigning var í tímatökunum. „Við þurfum að skoða hvað gerðist, en lítur út fyrir að eitthvað hafi vantað í tengslum við að tryggja að afturhjólið væri fast. Þetta verður skoðað í kvöld, til að þetta geti ekki hent aftur. Báðir bílarnir eru með uppsetningu fyrir þurra braut og vonandi verður þurrt á morgun", sagði Brawn.
Formúla Íþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira