Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 28. ágúst 2011 11:09 Sæsteinsuga áföst við hýsil sem í þessu tilfelli er lax Mynd úr safni Mun færri tilkynningar hafa verið um Sæsteinsugubit á laxfiskum núna í sumar miðað við í fyrra. Á tímabili höfðu menn af þessu miklar áhyggjur, þá sérstaklega í ljósi þess að talið var að þessi fiskur væri farinn að hrygna í miklum mæli hér við land. Ekki hafa fundist nein merki þess að einhver hrygning sé við landið en þetta þarf þó að rannsaka betur til að einhver niðurstaða fáist í málið. Sæsteinsugann skilur eftir ljót sár á fiskinum sem dregur hann stundum til dauða. Einu tilfellin sem við höfum fengið staðfest er einn lax í Soginu sem veiddist í júlí, 2-3 laxar með bit úr Rangánum og bleikja úr Eyjafjarðaránni. Líklega eru tilfellin fleiri en það fer þó minna fyrir umræðunni en í fyrra. Þess má geta að Sæsteinsuga þykir herramannsmatur í Evrópu. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði
Mun færri tilkynningar hafa verið um Sæsteinsugubit á laxfiskum núna í sumar miðað við í fyrra. Á tímabili höfðu menn af þessu miklar áhyggjur, þá sérstaklega í ljósi þess að talið var að þessi fiskur væri farinn að hrygna í miklum mæli hér við land. Ekki hafa fundist nein merki þess að einhver hrygning sé við landið en þetta þarf þó að rannsaka betur til að einhver niðurstaða fáist í málið. Sæsteinsugann skilur eftir ljót sár á fiskinum sem dregur hann stundum til dauða. Einu tilfellin sem við höfum fengið staðfest er einn lax í Soginu sem veiddist í júlí, 2-3 laxar með bit úr Rangánum og bleikja úr Eyjafjarðaránni. Líklega eru tilfellin fleiri en það fer þó minna fyrir umræðunni en í fyrra. Þess má geta að Sæsteinsuga þykir herramannsmatur í Evrópu.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði