Vettel sæll og glaður með sjöunda sigurinn 28. ágúst 2011 20:10 Liðsmenn Red Bull fagna tvöföldum sigri í dag. á Spa brautinni í Belgíu. AP mynd: Frank Augstein Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu. „Ég er sæll og glaður. Mótið í dag var gott, en það reyndi á dekkin. Upphaf mótsins var meira eins könnunar og vísindaleiðangur en kappakstur og við fórnuðum miklum með því að taka hlé snemma", sagði Vettel, en hann hóf keppnina á fremur illa förnum dekkjum eftir harðan sprett í tímatökunum í gær. Sum keppnislið óskuðu eftir því að fá ný dekk fyrir kappaksturinn eftir tímatökuna, ef við þeirri ósk var ekki orðið. Reglan segir að keppendur í fyrstu 10 sætunum verði að hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota í lokaumferð tímatökunar, en þau veru berlega slitinn og skemmd á bíl Vettel. „Við vorum samt í góðum gír og við komum í annað þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út. (vegna óhapps) Ég get metið dekkin, en þegar maður er á 300 km hraða, þá eru ekki mörg tækifæri til að skoða hlutina. Það var mikilvægt að skoða þetta í þjónustuhléi og ég er ánægður með árangurinn. Þetta var léttir eftir alla umræðuna fyrir keppnina." „Það var mikil umræða um stöðuna í dekkjamálum og það truflaði hefðbundinn undirbúning. En við ákváðum að einbeita okkur að keppninni. Bíllinn var frábær og við lærðum meira og meira um dekkin í hverjum hring, sem gaf mér sjálfstraust til að aka hraðar þegart það var nauðsynlegt", sagði Vettel sem kom á undan liðsfélaga sínum Mark Webber í endamark, en Jenson Button hjá McLaren varð þriðji. Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu. „Ég er sæll og glaður. Mótið í dag var gott, en það reyndi á dekkin. Upphaf mótsins var meira eins könnunar og vísindaleiðangur en kappakstur og við fórnuðum miklum með því að taka hlé snemma", sagði Vettel, en hann hóf keppnina á fremur illa förnum dekkjum eftir harðan sprett í tímatökunum í gær. Sum keppnislið óskuðu eftir því að fá ný dekk fyrir kappaksturinn eftir tímatökuna, ef við þeirri ósk var ekki orðið. Reglan segir að keppendur í fyrstu 10 sætunum verði að hefja keppnina á þeim dekkjum sem þeir nota í lokaumferð tímatökunar, en þau veru berlega slitinn og skemmd á bíl Vettel. „Við vorum samt í góðum gír og við komum í annað þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn kom út. (vegna óhapps) Ég get metið dekkin, en þegar maður er á 300 km hraða, þá eru ekki mörg tækifæri til að skoða hlutina. Það var mikilvægt að skoða þetta í þjónustuhléi og ég er ánægður með árangurinn. Þetta var léttir eftir alla umræðuna fyrir keppnina." „Það var mikil umræða um stöðuna í dekkjamálum og það truflaði hefðbundinn undirbúning. En við ákváðum að einbeita okkur að keppninni. Bíllinn var frábær og við lærðum meira og meira um dekkin í hverjum hring, sem gaf mér sjálfstraust til að aka hraðar þegart það var nauðsynlegt", sagði Vettel sem kom á undan liðsfélaga sínum Mark Webber í endamark, en Jenson Button hjá McLaren varð þriðji.
Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira