Mikil bleikjuveiði í Hópinu Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2011 20:00 Þessa mynd fengum við með frétt úr Hópinu fyrr í sumar Holl sem var að veiðum í Gljúfurá í Húnaþingi lauk veiðum í dag með 9 laxa og missti annað eins. Töluvert af laxi var í ánni en þess má geta að nú er eingöngu veitt á flugu en það virðist ekki koma að sök því nokkrir af þessum löxum komu upp í "dæmigerðum" maðkastöðum að sumra mati. En bónusinn í þessum veiðitúr var klárlega bleikjuveiðin í Hópinu. Hollið landaði yfir 70 bleikjum á fáum tímum og bleikjan var bókstaflega í torfum víða í vatninu. Mest var þetta 1-2 punda bleikja en nokkrar 4-5 punda voru þó í því sem tekið á land. Það má minnast á að fyrir þá sem eru Veiðikortið þá er Hópið inní því og þetta því góðar fréttir fyrir þá sem eiga kortið og vilja komast í góða bleikjuveiði fyrir norðan. Stangveiði Mest lesið Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Holl sem var að veiðum í Gljúfurá í Húnaþingi lauk veiðum í dag með 9 laxa og missti annað eins. Töluvert af laxi var í ánni en þess má geta að nú er eingöngu veitt á flugu en það virðist ekki koma að sök því nokkrir af þessum löxum komu upp í "dæmigerðum" maðkastöðum að sumra mati. En bónusinn í þessum veiðitúr var klárlega bleikjuveiðin í Hópinu. Hollið landaði yfir 70 bleikjum á fáum tímum og bleikjan var bókstaflega í torfum víða í vatninu. Mest var þetta 1-2 punda bleikja en nokkrar 4-5 punda voru þó í því sem tekið á land. Það má minnast á að fyrir þá sem eru Veiðikortið þá er Hópið inní því og þetta því góðar fréttir fyrir þá sem eiga kortið og vilja komast í góða bleikjuveiði fyrir norðan.
Stangveiði Mest lesið Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði 88 sentimetra hrygna í Mýrarkvísl Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði SVFR áfram með Leirvogsá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði