Um þetta er fjallað ítarlega í tímaritinu The Economist en greinin er byggð á upplýsingum sem markaðsrannsóknarfyrirtækið iSuppli tók saman og sjá má nánar hér fyrir neðan.

Þetta setur Samsung verksmiðjurnar í skrýtna stöðu vegna þess að Samsung er einn helsti keppinauturinn eins og fyrr segir. Samsung framleiðir nefnilega líka snjallsíma. The Economist segir að með því að framleiða íhluti fyrir aðra geti Samsung framleitt sína eigin síma á lægra verði.
Þetta fyrirkomulag hentar Apple líka því þannig getur fyrirtækið einbeitt sér að því sem það gerir best; að þróa nýjar tegundir rafbúnaðar og hugbúnaðar. Fyrirtækið lætur síðan aðra um að framleiða hlutina þegar búið er að finna þá upp.