Mikil styrking á gengi svissneska frankans að undanförnu er dýrkeypt fyrir Dani. Raunar hefur hann kostað þá milljarða kr. í hækkuðum lánum.
Eins og víðar var vinsælt meðan Dana að taka lán í svissneskum frönkum hér á árum áður vegna lágra vaxta sem voru í boði.
Samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni námu lán Dana í svissneskum frönkum rúmum 44 milljörðum danskra kr. í lok júní. Síðan þá hefur gengi frankans styrkst um 18% og upphæðin því komin í tæpa 53 milljarða danskra kr.
Lánin hafa því hækkað á 40 dögum um tæpa 9 milljarða danskra kr. eða sem svarar til tæplega 200 milljarða kr.
Svissneski frankinn kostar Dani hundruð milljarða
