Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur á uppleið, í takt við uppsveifluna á mörkuðum í gærdag og í morgun.
Brent olían er komin í rúma 108 dollara á tunnuna og hefur því hækkað um 8% frá því á þriðjudag. Bandaríska léttolían er komin yfir 85 dollara á tunnuna og hefur því hækkað um tæp 9% frá því á þriðjudag. Um helmingur þeirrar hækkunar hefur orðið í morgun eða um 4%.
Olíuverðið hrapaði í vikunni um leið og Dow Jones vísitalan. S.l. þriðjudag féll Brent olían þannig niður í rúma 100 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían niður í rúma 78 dollara á tunnuna.
Olíuverðið aftur á uppleið
