Stórverslunin Illum seld fyrir metfé 15. ágúst 2011 08:11 Stórverslunin Illum í Kaupmannahöfn hefur verið seld ástralska fjárfestingarsjóðnum Macquarie fyrir 1,64 milljarða danskra kr. eða um 36 milljarða kr. Í blaðinu Börsen segir að um stærstu fasteignakaup í sögu Danmerkur sé að ræða, þ.e. hvað varðar einstaka fasteign. Illum var áður í eigu Baugs/Landic Property en Landic seldi hana árið 2009 og var þá Straumur (nú ALMC fjárfestingarbanki) meðal kaupenda. Kaupverðið á þeim tíma var ekki gefið upp. Síðan kom Alshair Fiyaz, fjárfestir frá Pakistan, til sögunnar og keypti helmingshlut í Illum á móti Straumi. Í fyrra keypti Fiyaz svo Straum að fullu út úr Illum. Fram kemur í frétt Börsen að Macquarie eigi fyrir um fjórðungshlut í Köbenhavns Lufthavne en Kastrup flugvöllur er meðal eigna þess félags. Macquarie yfirtekur nú rekstur Illum í samvinnu við Partners Group og fjárfestis frá Kanada. Claus Bælum einn af eigendum fasteignasölunnar RED Property Advisers, sem sá um söluna á Illum, segir að salan sé merki um að mikill áhugi sé til staðar á norræna markaðinum en margir telji Norðurlönd örugga höfn í þeim óróa sem geisað hefur á alþjóðamörkuðum. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stórverslunin Illum í Kaupmannahöfn hefur verið seld ástralska fjárfestingarsjóðnum Macquarie fyrir 1,64 milljarða danskra kr. eða um 36 milljarða kr. Í blaðinu Börsen segir að um stærstu fasteignakaup í sögu Danmerkur sé að ræða, þ.e. hvað varðar einstaka fasteign. Illum var áður í eigu Baugs/Landic Property en Landic seldi hana árið 2009 og var þá Straumur (nú ALMC fjárfestingarbanki) meðal kaupenda. Kaupverðið á þeim tíma var ekki gefið upp. Síðan kom Alshair Fiyaz, fjárfestir frá Pakistan, til sögunnar og keypti helmingshlut í Illum á móti Straumi. Í fyrra keypti Fiyaz svo Straum að fullu út úr Illum. Fram kemur í frétt Börsen að Macquarie eigi fyrir um fjórðungshlut í Köbenhavns Lufthavne en Kastrup flugvöllur er meðal eigna þess félags. Macquarie yfirtekur nú rekstur Illum í samvinnu við Partners Group og fjárfestis frá Kanada. Claus Bælum einn af eigendum fasteignasölunnar RED Property Advisers, sem sá um söluna á Illum, segir að salan sé merki um að mikill áhugi sé til staðar á norræna markaðinum en margir telji Norðurlönd örugga höfn í þeim óróa sem geisað hefur á alþjóðamörkuðum.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira