Buffett hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 15. ágúst 2011 11:47 Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. Warren Buffet lýsir þessari skoðun sinni í grein sem hann skrifar í The New York Times. Þar segir hann stjórnmálamenn hafa kallað eftir sameiginlegum fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar, en að hann sjálfur hafi ekki þurft að fórna neinu. Buffet segist hafa haft samband við ofurríka félaga sína, og þeir hafi jafnframt ekki fundið fyrir neinum breytingum í opinberum gjöldum. Hann segir það ákaflega ósanngjarnt að á sama tíma og láglaunafólk og miðstéttin berjist fyrir sig í Afganistan, flestir Bandaríkjamenn eigi í vandræðum með að ná endum saman, fái hann og vinir hans miklar undanþágur frá sköttum. Buffet bendir á að tæp tvö hundruð og fimmtíu þúsund heimili í bandaríkjunum hafi haft meira en eina milljón dollara í tekjur á síðasta ári. Hann telur því að hækka megi skatta á þessi heimili. Þá bendir hann jafnframt á að rúmlega átta þúsund heimili, þar með talið hans eigið heimili, hafi haft meira en tíu milljónir dollara í tekjur á síðasta ári. Á þann hóp megi leggja auka hátekjuskatt. Hann segir sjálfan sig og vini sína hafa verið ofdekraða af Bandaríkjaþingi í of langan tíma. Nú sé kominn tími á að hinir ofurríki taki þátt í hinum sameiginlega fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar.Grein Buffets má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. Warren Buffet lýsir þessari skoðun sinni í grein sem hann skrifar í The New York Times. Þar segir hann stjórnmálamenn hafa kallað eftir sameiginlegum fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar, en að hann sjálfur hafi ekki þurft að fórna neinu. Buffet segist hafa haft samband við ofurríka félaga sína, og þeir hafi jafnframt ekki fundið fyrir neinum breytingum í opinberum gjöldum. Hann segir það ákaflega ósanngjarnt að á sama tíma og láglaunafólk og miðstéttin berjist fyrir sig í Afganistan, flestir Bandaríkjamenn eigi í vandræðum með að ná endum saman, fái hann og vinir hans miklar undanþágur frá sköttum. Buffet bendir á að tæp tvö hundruð og fimmtíu þúsund heimili í bandaríkjunum hafi haft meira en eina milljón dollara í tekjur á síðasta ári. Hann telur því að hækka megi skatta á þessi heimili. Þá bendir hann jafnframt á að rúmlega átta þúsund heimili, þar með talið hans eigið heimili, hafi haft meira en tíu milljónir dollara í tekjur á síðasta ári. Á þann hóp megi leggja auka hátekjuskatt. Hann segir sjálfan sig og vini sína hafa verið ofdekraða af Bandaríkjaþingi í of langan tíma. Nú sé kominn tími á að hinir ofurríki taki þátt í hinum sameiginlega fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar.Grein Buffets má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira