Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum SVFR 16. ágúst 2011 16:42 Lax þreyttur í Kerlingaflúðum í Elliðaánum snemma í sumar Mynd: Jóhann K. Jóhannsson Úr Elliðaánum voru í hádeginu komnir 1009 laxar. Sogið er í góðu formi á meðan að Laxá í Dölum veldur veiðimönnum verulegum áhyggjum. Veiði í Elliðaánum hefur gengið vel. Nú er fjögurra stanga tímabil hafið sem nær til lokunar ánna næstkomandi mánaðarmót. Í morgun veiddust átta laxar á stangirnar fjórar, og enn eru stöku laxar að ganga, til að mynda fékkst lúsugur lax í Fossinum í morgun. Tvær vikur lifa af veiðitímanum í ánum og talsverður lax fyrir hendi. Í fyrradag fengust 10 laxar í Bíldsfelli og í gær voru þeir tólf talsins. Síðast er við vissum stóð veiðibókin í 170 löxum á stangirnar þrjár. Það er stórstreymt þessa dagana og nokkuð af fiski að ganga í Sogið. Við höfum áður sagt frá ágætri veiði í Alviðru, en stangir sem hættu þar í gær eftir þriggja daga veiði settu í 24 laxa og lönduðu 17 þeirra við erfiðar aðstæður, í norðangarra og hífandi roki. Athygli vekur að í veiðibókina í Syðri-Brú er aðeins búið að skrá 15 laxa. Alviðrumenn sáu veiðimenn landa tveimur í gær og öðrum tveimur í fyrradag úr Kúagili, og rétt að ítreka það að ef menn gleyma að skrá í bók, þá ber að senda skrifstofu SVFR póst með aflabrögðum.Laxá í Dölum hefur verið vægast sagt afleit í sumar. Ekki hefur verið hægt að kenna um vatnsleysi, því prýðisgott vatn er í Laxá en þar vantar allar alvöru smálaxagönur. Síðast er við heyrðum voru aðeins komnir um 150 laxar í veiðibókina, sem er hörmuleg niðurstaða. Þó ber að hafa í huga að Laxá á sinn besta tíma eftir, og er þekkt fyrir skefjalaust mok þegar að að daginn tekur að stytta á haustin. Það rignir í Dölunum þessa stundina og öll merki þess að veiðin sé að taka við sér. Í gærkveldi fengust átta laxar og í morgun voru þess greinileg merki að lax er í göngu því í Matarpolli og Kistum voru nýgengnir laxar. Eftir því sem við komumst næst voru aflabrögð í morgun með ágætum. Maðkveiði hefst í Laxá á hádegi á morgun. Þær fréttir berast úr Straumunum að þar sé nokkuð líf. Veiðimenn sem luku veiðum í hádeginu eru með átta laxa og 32 sjóbirtinga í skottinu á leið í bæinn. Allur laxinn er nýgenginn og lúsugur og sjóbirtingurinn í góðri stærð.Leirvogsá hefur verið unnendum sínum ákaflega erfið í sumar. Úr ánni eru komnir 250 laxar auk sjóbirtinga, en vatnsleysi hefur leikið ána grátt í sumar. Um mánaðarmótin losnaði um haft við Fitjakotshyl þegar að rigna tók, og gekk þá lax í uppána. Nú er staðan hins vegar orðin sú sama, og virðist laxinn eiga erfitt með göngu. í Fitjakotshyl er nú aftur laggstir á annað hundrað laxar á stórstreyminu, lax sem ekki fer einu sinni upp í Brúarhyljina. Tveir félagar sem voru að koma úr Laxá í Laxárdal voru með brosið fast á andlitinu. Höfðu þeir rúmlega tuttugu urriða upp úr krafsinu á tveimur dögum, en þar með er ekki öll sagan sögð, því allir voru þeir á bilinu 5-7 pund. Mest fékkst á þurrflugu og stöku púpufiskur var tekinn þegar að norðanáttin tók völdin. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Úr Elliðaánum voru í hádeginu komnir 1009 laxar. Sogið er í góðu formi á meðan að Laxá í Dölum veldur veiðimönnum verulegum áhyggjum. Veiði í Elliðaánum hefur gengið vel. Nú er fjögurra stanga tímabil hafið sem nær til lokunar ánna næstkomandi mánaðarmót. Í morgun veiddust átta laxar á stangirnar fjórar, og enn eru stöku laxar að ganga, til að mynda fékkst lúsugur lax í Fossinum í morgun. Tvær vikur lifa af veiðitímanum í ánum og talsverður lax fyrir hendi. Í fyrradag fengust 10 laxar í Bíldsfelli og í gær voru þeir tólf talsins. Síðast er við vissum stóð veiðibókin í 170 löxum á stangirnar þrjár. Það er stórstreymt þessa dagana og nokkuð af fiski að ganga í Sogið. Við höfum áður sagt frá ágætri veiði í Alviðru, en stangir sem hættu þar í gær eftir þriggja daga veiði settu í 24 laxa og lönduðu 17 þeirra við erfiðar aðstæður, í norðangarra og hífandi roki. Athygli vekur að í veiðibókina í Syðri-Brú er aðeins búið að skrá 15 laxa. Alviðrumenn sáu veiðimenn landa tveimur í gær og öðrum tveimur í fyrradag úr Kúagili, og rétt að ítreka það að ef menn gleyma að skrá í bók, þá ber að senda skrifstofu SVFR póst með aflabrögðum.Laxá í Dölum hefur verið vægast sagt afleit í sumar. Ekki hefur verið hægt að kenna um vatnsleysi, því prýðisgott vatn er í Laxá en þar vantar allar alvöru smálaxagönur. Síðast er við heyrðum voru aðeins komnir um 150 laxar í veiðibókina, sem er hörmuleg niðurstaða. Þó ber að hafa í huga að Laxá á sinn besta tíma eftir, og er þekkt fyrir skefjalaust mok þegar að að daginn tekur að stytta á haustin. Það rignir í Dölunum þessa stundina og öll merki þess að veiðin sé að taka við sér. Í gærkveldi fengust átta laxar og í morgun voru þess greinileg merki að lax er í göngu því í Matarpolli og Kistum voru nýgengnir laxar. Eftir því sem við komumst næst voru aflabrögð í morgun með ágætum. Maðkveiði hefst í Laxá á hádegi á morgun. Þær fréttir berast úr Straumunum að þar sé nokkuð líf. Veiðimenn sem luku veiðum í hádeginu eru með átta laxa og 32 sjóbirtinga í skottinu á leið í bæinn. Allur laxinn er nýgenginn og lúsugur og sjóbirtingurinn í góðri stærð.Leirvogsá hefur verið unnendum sínum ákaflega erfið í sumar. Úr ánni eru komnir 250 laxar auk sjóbirtinga, en vatnsleysi hefur leikið ána grátt í sumar. Um mánaðarmótin losnaði um haft við Fitjakotshyl þegar að rigna tók, og gekk þá lax í uppána. Nú er staðan hins vegar orðin sú sama, og virðist laxinn eiga erfitt með göngu. í Fitjakotshyl er nú aftur laggstir á annað hundrað laxar á stórstreyminu, lax sem ekki fer einu sinni upp í Brúarhyljina. Tveir félagar sem voru að koma úr Laxá í Laxárdal voru með brosið fast á andlitinu. Höfðu þeir rúmlega tuttugu urriða upp úr krafsinu á tveimur dögum, en þar með er ekki öll sagan sögð, því allir voru þeir á bilinu 5-7 pund. Mest fékkst á þurrflugu og stöku púpufiskur var tekinn þegar að norðanáttin tók völdin. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði