Veiði

Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa

Karl Lúðvíksson skrifar
Mynd af www.svfr.is
Það hefur verið jöfn veiði í Gljúfurá í Borgarfirði í sumar og áin að skríða yfir 200 laxa. Hún hefur verið í ágætis vatni og töluvert af laxi verið á nokkrum stöðum. Hólmabreiða, Rennur og Eyrarhylur eru gjöfulir að vanda en lax hefur dreifst vel um ánna og eru eiginlega allir staðir inni.

Mest hefur veiðst á maðk en þeir sem hafa verið duglegir með fluguna hafa ekkert veitt síður vel. Gljúfuráin hefur oft verið best síðsumars þannig að það má vel reikna með því að hún fari eitthvað yfir 300 laxa á þessu ári sem verður að teljast bara fín veiði í þessari nettu á.






×