63 laxar á eina stöng í Grímsá 1. ágúst 2011 09:16 Mynd af www.hreggnasi.is Veiði hefur glæðst til muna í Borgarfjarðaránum eftir vætutíð að undanförnu og er Grímsá þar engin undantekning. Góð veiði hefur verið í ánni að undanförnu en fáir hafa sennilega gert betur en bræðurnir Eggert og Þórir Halldórssynir frá Stykkishólmi sem fengu 63 laxa á ,,rúmlega" eina stöng dagana 23. til 26. júlí sl. Þeir bræður veiða víða en Grímsáin er í sérstöku uppáhaldi enda hefur hún reynst þeim gjöful í áranna rás. Þeir bræður veiða víða en Grímsáin er í sérstöku uppáhaldi enda hefur hún reynst þeim gjöful í áranna rás. Bræðurnir eru engir nýgræðingar í Grímsá því Eggert hefur veitt þar á hverju sumri í um aldarfjórðung og Þórir var nú að veiða þar 20. árið í röð. Að sögn Eggerts hafa þeir tekið þátt í opnun og lokun árinnar með leigutökum undanfarin ár og þegar allt er talið þá veiða þeir í Grímsá í 15-17 daga á sumri. Þeir bræður eru aldir upp við veiði og fyrstu skrefin í laxveiðinni stigu þeir í Gríshólsá og Bakkaá við Stykkishólm þar sem faðir þeirra var einn leigutaka á sínum tíma. Þar fyrir utan stunduðu þeir vötnin í nágrenninu, s.s. Selvallavatn, og stundum var aflinn svo mikill að þeir komu honum ekki í lóg. ,,Okkur datt í hug að beita silungnum, sem enginn vildi borða, á haukalóð á lúðuveiðum en það gafst ekki vel og lúðan vildi víst ekkert nema síld," segir Eggert.Mynd af www.hreggnasi.isÞegar Eggert og Þórir mættu til veiða þann 23. júlí sl. var ekki byrjað að rigna á Vesturlandi líkt og nú eftir þurrkatíðina en að sögn Eggerts hefur hann aldrei orðið var við að Grímsáin líði fyrir vatnsskort í eins miklum mæli og nágrannaárnar. ,,Það hafa verið þurrkasumur undanfarin ár en þrátt fyrir það hef ég aldrei átt í vandræðum með að veiða í Grímsánni. Hitt er miklu frekar að vöntun á vindi eða sæmilegri gjólu hafi spillt veiðimöguleikunum. Margir af bestu veiðistöðunum eru þannig að það þarf að vera gára á ánni til þess að veiðin sé í lagi." Eggert segir að ekki hafi verið byrjað að rigna í Lundarreykjadalnum þegar hann og Þórir mættu til leiks þann 23. júlí sl. Þeir voru með eina stöng í tvo daga af fjórum og síðan losnaði stöng sem þeir keyptu til að nota seinni tvo dagana. ,,Við nýttum þessa aukastöng aðallega til þess að hvíla fyrir okkur svæði og það kom sárasjaldan fyrir að við værum með tvær stangir úti. Enda var veiðin fyrri tvo dagana svipuð og þá seinni tvo. Við sáum strax að laxinn var vel dreifður um veiðisvæðið og það var fiskur á öllum stöðum sem við fórum í og við settum í laxa á flestum stöðunum. Efstihylur og Gullberastaðastrengir voru pakkaðir af laxi og það var einnig töluvert af laxi í Tjarnarbrekkufljóti," segir Eggert. Mesta veiði bræðranna í Gímsá fram til þessa er 84 laxar á stöngina en sá góði afli fékkst í veiðiferð fyrir tveimur árum. ,,Leiðsögumennirnir voru þá víst búnir að veðja um það hvort við myndum ná 100 löxum í túrnum og við spenntumst báðir upp við þá trú sem menn virtust hafa á okkur. Við slógum heldur ekki slöku við og reyndum eins og venjulega að gera okkar besta og sennilega gott betur. Síðasta morguninn var veðrið hins vegar ekki hagstætt. Við áttum svæði 4 og fengum ekki nema fjóra laxa. Það er ekki hægt að kvarta yfir því," segir Eggert en að hans sögn þá veiða þeir Þórir víða á hverju sumri og hann segist ekki geta hugsað sér betri veiðifélaga. ,,Við erum eins og einn maður þegar veiðin er annars vegar. Ef ég er í stuði og fæ fisk þá held ég áfram og Þórir tekur við á næsta stað og veiðir eins og hann vill. Ég hef verið með veiðifélaga, sem aðeins horfði á klukkuna og mældi veiðitímann nákvæmlega, en með slíkum mönnum veiði ég ekki aftur á stöng," segir Eggert Halldórsson. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Veiði hefur glæðst til muna í Borgarfjarðaránum eftir vætutíð að undanförnu og er Grímsá þar engin undantekning. Góð veiði hefur verið í ánni að undanförnu en fáir hafa sennilega gert betur en bræðurnir Eggert og Þórir Halldórssynir frá Stykkishólmi sem fengu 63 laxa á ,,rúmlega" eina stöng dagana 23. til 26. júlí sl. Þeir bræður veiða víða en Grímsáin er í sérstöku uppáhaldi enda hefur hún reynst þeim gjöful í áranna rás. Þeir bræður veiða víða en Grímsáin er í sérstöku uppáhaldi enda hefur hún reynst þeim gjöful í áranna rás. Bræðurnir eru engir nýgræðingar í Grímsá því Eggert hefur veitt þar á hverju sumri í um aldarfjórðung og Þórir var nú að veiða þar 20. árið í röð. Að sögn Eggerts hafa þeir tekið þátt í opnun og lokun árinnar með leigutökum undanfarin ár og þegar allt er talið þá veiða þeir í Grímsá í 15-17 daga á sumri. Þeir bræður eru aldir upp við veiði og fyrstu skrefin í laxveiðinni stigu þeir í Gríshólsá og Bakkaá við Stykkishólm þar sem faðir þeirra var einn leigutaka á sínum tíma. Þar fyrir utan stunduðu þeir vötnin í nágrenninu, s.s. Selvallavatn, og stundum var aflinn svo mikill að þeir komu honum ekki í lóg. ,,Okkur datt í hug að beita silungnum, sem enginn vildi borða, á haukalóð á lúðuveiðum en það gafst ekki vel og lúðan vildi víst ekkert nema síld," segir Eggert.Mynd af www.hreggnasi.isÞegar Eggert og Þórir mættu til veiða þann 23. júlí sl. var ekki byrjað að rigna á Vesturlandi líkt og nú eftir þurrkatíðina en að sögn Eggerts hefur hann aldrei orðið var við að Grímsáin líði fyrir vatnsskort í eins miklum mæli og nágrannaárnar. ,,Það hafa verið þurrkasumur undanfarin ár en þrátt fyrir það hef ég aldrei átt í vandræðum með að veiða í Grímsánni. Hitt er miklu frekar að vöntun á vindi eða sæmilegri gjólu hafi spillt veiðimöguleikunum. Margir af bestu veiðistöðunum eru þannig að það þarf að vera gára á ánni til þess að veiðin sé í lagi." Eggert segir að ekki hafi verið byrjað að rigna í Lundarreykjadalnum þegar hann og Þórir mættu til leiks þann 23. júlí sl. Þeir voru með eina stöng í tvo daga af fjórum og síðan losnaði stöng sem þeir keyptu til að nota seinni tvo dagana. ,,Við nýttum þessa aukastöng aðallega til þess að hvíla fyrir okkur svæði og það kom sárasjaldan fyrir að við værum með tvær stangir úti. Enda var veiðin fyrri tvo dagana svipuð og þá seinni tvo. Við sáum strax að laxinn var vel dreifður um veiðisvæðið og það var fiskur á öllum stöðum sem við fórum í og við settum í laxa á flestum stöðunum. Efstihylur og Gullberastaðastrengir voru pakkaðir af laxi og það var einnig töluvert af laxi í Tjarnarbrekkufljóti," segir Eggert. Mesta veiði bræðranna í Gímsá fram til þessa er 84 laxar á stöngina en sá góði afli fékkst í veiðiferð fyrir tveimur árum. ,,Leiðsögumennirnir voru þá víst búnir að veðja um það hvort við myndum ná 100 löxum í túrnum og við spenntumst báðir upp við þá trú sem menn virtust hafa á okkur. Við slógum heldur ekki slöku við og reyndum eins og venjulega að gera okkar besta og sennilega gott betur. Síðasta morguninn var veðrið hins vegar ekki hagstætt. Við áttum svæði 4 og fengum ekki nema fjóra laxa. Það er ekki hægt að kvarta yfir því," segir Eggert en að hans sögn þá veiða þeir Þórir víða á hverju sumri og hann segist ekki geta hugsað sér betri veiðifélaga. ,,Við erum eins og einn maður þegar veiðin er annars vegar. Ef ég er í stuði og fæ fisk þá held ég áfram og Þórir tekur við á næsta stað og veiðir eins og hann vill. Ég hef verið með veiðifélaga, sem aðeins horfði á klukkuna og mældi veiðitímann nákvæmlega, en með slíkum mönnum veiði ég ekki aftur á stöng," segir Eggert Halldórsson. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði