Heidfeld stóð ógn af eldinum 2. ágúst 2011 12:58 Eldur kviknaði í bíl Nick Heidfeld í kappakstrinum i Ungverjalandi á sunnudaginn. AP mynd Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum. Eldurinn kviknaði um borð í bílnum eftir þjónustuhlé og Heidfeld vonaðist eftir því að eldurinn myndi slokkna þegar hann var kominn á ferð, en hann magnaðist hins vegar. Heidfeld varð að leggja bílnum og stökkva frá borði, en hann meiddist ekkert. Ökumenn í Formúlu 1 eru klæddir sérstökum eldtefjandi keppnisgöllum. Eldur kviknaði líka í bíl Heidfeld í spænska kappakstrinum á dögunum. „Þessi eldur var mun ógnvænlegri. Í Barcelona leit ég til vinstri, sá lítilsháttar eld og hafði tíma til að stöðva. Ég sá eldinn núna og það hitnaði undir öllu og ég fann fyrir hitanum. Þetta var ógnvekjandi og verra en í Barcelona", sagði Heidfeld í frétt á autosport.com Renault liðið ætlaði að skoða eftir keppnina hvað olli því að kviknaði í bílnum eftir hlé. Þjónustuhléið á undan var lengra en til stóð, en Renault bílarnir eru með aðra útfærslu á útblásturskerfi bíla sinna. Það liggur framávið, en ekki afturúr bílnum. Það er gert til að heitt loft fara undir bílinn aftanverðan og miðlist um loftdreifinn undir bílnum. Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum. Eldurinn kviknaði um borð í bílnum eftir þjónustuhlé og Heidfeld vonaðist eftir því að eldurinn myndi slokkna þegar hann var kominn á ferð, en hann magnaðist hins vegar. Heidfeld varð að leggja bílnum og stökkva frá borði, en hann meiddist ekkert. Ökumenn í Formúlu 1 eru klæddir sérstökum eldtefjandi keppnisgöllum. Eldur kviknaði líka í bíl Heidfeld í spænska kappakstrinum á dögunum. „Þessi eldur var mun ógnvænlegri. Í Barcelona leit ég til vinstri, sá lítilsháttar eld og hafði tíma til að stöðva. Ég sá eldinn núna og það hitnaði undir öllu og ég fann fyrir hitanum. Þetta var ógnvekjandi og verra en í Barcelona", sagði Heidfeld í frétt á autosport.com Renault liðið ætlaði að skoða eftir keppnina hvað olli því að kviknaði í bílnum eftir hlé. Þjónustuhléið á undan var lengra en til stóð, en Renault bílarnir eru með aðra útfærslu á útblásturskerfi bíla sinna. Það liggur framávið, en ekki afturúr bílnum. Það er gert til að heitt loft fara undir bílinn aftanverðan og miðlist um loftdreifinn undir bílnum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira