Ragnheiður safnar fyrir sundinu með fyrirsætustörfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2011 08:00 Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýkomin heim af HM í sundi í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður er á leiðinni aftur út en framundan eru æfingar hjá henni í Suður-Afríku og svo gæti farið að hún yrði úti allt fram að Ólympíuleikunum í London á næsta ári. „Ég er að fara í næsta mánuði til Pietermaritzburg í Suður-Afríku. Ég ætla að vera þar í smá tíma og æfa og sjá hvernig það gengur. Svo kem ég kannski ekkert heim fyrir leikana," sagði Ragnheiður í samtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. „Markmiðið er að byrja á því að taka lágmörkin fyrir Ólympíuleikana og svo að æfa það vel að það verði ekki markmiðið lengur heldur að reyna að vera komast í undanúrslit eða úrslit á leikunum," sagði Ragnheiður metnaðarfull. „Ég er búin að æfa ein hérna heima og er eiginlega ekki með neinn þjálfara. Ég var að leita að góðum þjálfara, góðu veðri og góðum stað þar sem maður getur farið og einbeitt sér. Ég fann þennan þjálfara eftir að hafa verið að skoða nokkra staði. Mér leyst mjög vel á þetta og það er koma sumar þar sem er ágætt til að nenna að mæta á morgunæfingar klukkan fimm," sagði Ragnheiður en nýi þjálfari hennar er Wayne Riddin. „Ég er ekki að fara gera neitt annað og þetta snýst um að gera bara einbeitt mér að sundinu. Það er góð ástæða hérna heima og góðir þjálfarar en fyrir mig var bara næsta skref að fara út og gera þetta á fullu," sagði Ragnheiður. „Þetta er að fara kosta sitt og ég er í hörku betli út um allt til að finna styrki og svona. Það gengur ágætlega en það á eftir að koma í ljós hvort ég get verið út í heilt ár eða ekki. Vonandi fæ ég fleiri styrki og fleiri verkefni til þess að geta fjármagnað þetta," sagði Ragnheiður sem grípur í fyrirsætustörfin til að safna pening fyrir sundinu. „Ég er að reyna allt til þess að fá peninga fyrir því sem ég er að gera. Ég er að sitja fyrir í auglýsingum og fleira. Það er ýmislegt um að vera og ég er að reyna að finna meira af slíkum verkefnum. Vonandi getur maður kannski átt eitthvað afgangs eftir þetta allt," sagði Ragnheiður í léttum tón. „Mér finnst rosalega gaman að vera í fyrirsætustörfunum og það væri svolítið leiðinlegt að vera bara að synda. Það er gaman að fá svona verkefni með og ég kvarta ekki yfir því," sagði Ragnheiður. „Ég held að það sé alveg öruggt mál að ég verð búin að ná lágmörkunum á leikana fyrir árslok. Ég er mjög nálægt því í 50 metra skriðsundi. Það er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því þegar ég er kominn í góða þjálfun og með góðan þjálfara, sem ýtir aðeins í mig og fær mig til að æfa betur," sagði Ragnheiður sem ætlar að hætta í sundinu eftir Ólympíuleikana í London á næsta ári. „Ég veit ekkert hvort ég get það eða ekki en það er planið að taka sér frí eða að hætta. Það er samt svo gaman að taka þátt í Ólympíuleikum. Maður fer einu sinni og síðan verður maður bara að fara aftur," sagði Ragnheiður að lokum. Innlendar Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýkomin heim af HM í sundi í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður er á leiðinni aftur út en framundan eru æfingar hjá henni í Suður-Afríku og svo gæti farið að hún yrði úti allt fram að Ólympíuleikunum í London á næsta ári. „Ég er að fara í næsta mánuði til Pietermaritzburg í Suður-Afríku. Ég ætla að vera þar í smá tíma og æfa og sjá hvernig það gengur. Svo kem ég kannski ekkert heim fyrir leikana," sagði Ragnheiður í samtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. „Markmiðið er að byrja á því að taka lágmörkin fyrir Ólympíuleikana og svo að æfa það vel að það verði ekki markmiðið lengur heldur að reyna að vera komast í undanúrslit eða úrslit á leikunum," sagði Ragnheiður metnaðarfull. „Ég er búin að æfa ein hérna heima og er eiginlega ekki með neinn þjálfara. Ég var að leita að góðum þjálfara, góðu veðri og góðum stað þar sem maður getur farið og einbeitt sér. Ég fann þennan þjálfara eftir að hafa verið að skoða nokkra staði. Mér leyst mjög vel á þetta og það er koma sumar þar sem er ágætt til að nenna að mæta á morgunæfingar klukkan fimm," sagði Ragnheiður en nýi þjálfari hennar er Wayne Riddin. „Ég er ekki að fara gera neitt annað og þetta snýst um að gera bara einbeitt mér að sundinu. Það er góð ástæða hérna heima og góðir þjálfarar en fyrir mig var bara næsta skref að fara út og gera þetta á fullu," sagði Ragnheiður. „Þetta er að fara kosta sitt og ég er í hörku betli út um allt til að finna styrki og svona. Það gengur ágætlega en það á eftir að koma í ljós hvort ég get verið út í heilt ár eða ekki. Vonandi fæ ég fleiri styrki og fleiri verkefni til þess að geta fjármagnað þetta," sagði Ragnheiður sem grípur í fyrirsætustörfin til að safna pening fyrir sundinu. „Ég er að reyna allt til þess að fá peninga fyrir því sem ég er að gera. Ég er að sitja fyrir í auglýsingum og fleira. Það er ýmislegt um að vera og ég er að reyna að finna meira af slíkum verkefnum. Vonandi getur maður kannski átt eitthvað afgangs eftir þetta allt," sagði Ragnheiður í léttum tón. „Mér finnst rosalega gaman að vera í fyrirsætustörfunum og það væri svolítið leiðinlegt að vera bara að synda. Það er gaman að fá svona verkefni með og ég kvarta ekki yfir því," sagði Ragnheiður. „Ég held að það sé alveg öruggt mál að ég verð búin að ná lágmörkunum á leikana fyrir árslok. Ég er mjög nálægt því í 50 metra skriðsundi. Það er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því þegar ég er kominn í góða þjálfun og með góðan þjálfara, sem ýtir aðeins í mig og fær mig til að æfa betur," sagði Ragnheiður sem ætlar að hætta í sundinu eftir Ólympíuleikana í London á næsta ári. „Ég veit ekkert hvort ég get það eða ekki en það er planið að taka sér frí eða að hætta. Það er samt svo gaman að taka þátt í Ólympíuleikum. Maður fer einu sinni og síðan verður maður bara að fara aftur," sagði Ragnheiður að lokum.
Innlendar Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira