Lánshæfismat Bandaríkjanna lækkað Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. ágúst 2011 07:30 Efnahagslífið í Bandaríkjunum er róstursamt þessa dagana. Mynd/ AFP. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat bandaríska ríkisins í gærkvöld. Matið var fært úr efsta þrepi, eða AAA í næstefsta þrep sem er AA+, með neikvæðum horfum. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem lánshæfismat Bandaríkjanna er lækkað. Ástæðan er áhyggjur af hallarekstri Bandaríkjanna. Standard & Poor's telur að fjárlögin sem Bandaríkjaþing samþykkti á þriðjudaginn gangi ekki nógu langt. Í nýju fjárlögunum var skuldaþak ríkisins hækkað. Því er spáð að þetta nýja mat geti komið frekara róti á efnahagslífið í Bandaríkjunum. Traust á markaðnum muni minnka enda glímir ríkissjóður í Bandaríkjunum við miklar skuldir, atvinnuleysi upp á 9,1% og menn óttast mjög aðra kreppu í landinu. S&P segir að líkur séu á að matið verði lækkað niður í AA innan næstu tveggja ára ef aðgerðir til að draga úr fjárlagahallanum verða metnar ófullnægjandi. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat bandaríska ríkisins í gærkvöld. Matið var fært úr efsta þrepi, eða AAA í næstefsta þrep sem er AA+, með neikvæðum horfum. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem lánshæfismat Bandaríkjanna er lækkað. Ástæðan er áhyggjur af hallarekstri Bandaríkjanna. Standard & Poor's telur að fjárlögin sem Bandaríkjaþing samþykkti á þriðjudaginn gangi ekki nógu langt. Í nýju fjárlögunum var skuldaþak ríkisins hækkað. Því er spáð að þetta nýja mat geti komið frekara róti á efnahagslífið í Bandaríkjunum. Traust á markaðnum muni minnka enda glímir ríkissjóður í Bandaríkjunum við miklar skuldir, atvinnuleysi upp á 9,1% og menn óttast mjög aðra kreppu í landinu. S&P segir að líkur séu á að matið verði lækkað niður í AA innan næstu tveggja ára ef aðgerðir til að draga úr fjárlagahallanum verða metnar ófullnægjandi.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira