Fótbolti

Ísland í riðli með Noregi í undankeppni HM í Brasilíu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Eiður og Gylfi sjá eflaust möguleika eftir dráttinn
Eiður og Gylfi sjá eflaust möguleika eftir dráttinn
Dregið var í riðla í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta sem fram fer í Brasilíu 2014 í kvöld. Ísland dróst í E-riðil og er aðra forkeppnina í röð með Noregi og Kýpur í riðli.

Noregur var í efsta styrkleikaflokki og af flestum talið slakasta liðið í þeim styrkleikaflokki og því eru möguleikar fyrir Ísland að gera góða hluti í riðlinum en að auki eru Slóvenía, Sviss, Albanía og Kýpur í riðlinum.

Riðlarnir í forkeppni Evrópu fyrir HM 2014 í Brasilíu:

E-riðill:

Noregur

Slóvenía

Sviss

Albanía

Kýpur

ÍSLAND

A-riðill:

Króatía

Serbía

Belgía

Skotland

Makedónía

Wales

B-riðill:

Ítalía

Danmörk

Tékkland

Búlgaría

Armenía

Malta

C-riðill:

Þýskaland

Svíþjóð

Írland

Austurríki

Færeyjar

Kasakstan

D-riðill:

Holland

Tyrkland

Ungverjaland

Rúmenía

Eistland

Andorra

F-riðill:

Portúgal

Rússland

Ísrael

Norður-Írland

Aserbaídsjan

Lúxemborg

G-riðill:

Grikkland

Slóvakía

Bosnía-Herzegóvína

Litháen

Lettland

Liechtenstein

H-riðill:

England

Svartfjallaland

Úkraína

Pólland

Moldavía

San Marinó

I-riðill:

Spánn

Frakkland

Hvíta-Rússland

Georgía

Finnland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×