Button: Áttum sigurinn skilinn 31. júlí 2011 17:04 Jenson Button var kampakátur með sigur í Ungverjlandi í dag. AP mynd: Thanassis Stavrakis Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. John Button faðir Jenson var á staðnum á Hungaroring brautinni í dag og kærasta Jenson, Jessica Mishibata einnig og þau fögnuðu kappanum vel þegar hann kom í endamark. Button hefur nú unnið tvö mót á árinu og er í fimmta sæti í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel á Red Bull er efstur og 85 stigum á undan næsta ökumanni þegar 8 mótum er ólokið. „Ég vil þakka liðinu. Bíllinn virkaði vel við allar aðstæður og við beittum réttri keppnisáætlun. Við áttum sigurinn skilinn og það var frábært að standa á verðlaunapallinum með Dave (Robson) tækniráðgjafa mínum í fyrsta skipti", sagði Button, sem vann einnig mótið í Kanada á þessu ári. „Keppnin var viðburðarrík og ég barðist af kappi við Lewis (Hamilton) og við vorum fremstir og ókum á ystu nöf, en bilið ýmist jókst eða minnkaði. Þetta var skemmtilegt og mér finnst leitt að við vorum ekki báðir á verðlaunapallinum." „Þetta var frábær leið til að fagna 200 mótinu í Formúlu 1 og liðið fer í sumarfrí með hvatningu í farteskinu. Við vitum að við erum með góðan bíl og því er málið að njóta þessa að vera í fríi og mæta enn öflugri Spa. Ég er þegar spenntur fyrir því móti", sagði Button, en keppt verður á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Sjá brautarlýsingu frá Spá á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. John Button faðir Jenson var á staðnum á Hungaroring brautinni í dag og kærasta Jenson, Jessica Mishibata einnig og þau fögnuðu kappanum vel þegar hann kom í endamark. Button hefur nú unnið tvö mót á árinu og er í fimmta sæti í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel á Red Bull er efstur og 85 stigum á undan næsta ökumanni þegar 8 mótum er ólokið. „Ég vil þakka liðinu. Bíllinn virkaði vel við allar aðstæður og við beittum réttri keppnisáætlun. Við áttum sigurinn skilinn og það var frábært að standa á verðlaunapallinum með Dave (Robson) tækniráðgjafa mínum í fyrsta skipti", sagði Button, sem vann einnig mótið í Kanada á þessu ári. „Keppnin var viðburðarrík og ég barðist af kappi við Lewis (Hamilton) og við vorum fremstir og ókum á ystu nöf, en bilið ýmist jókst eða minnkaði. Þetta var skemmtilegt og mér finnst leitt að við vorum ekki báðir á verðlaunapallinum." „Þetta var frábær leið til að fagna 200 mótinu í Formúlu 1 og liðið fer í sumarfrí með hvatningu í farteskinu. Við vitum að við erum með góðan bíl og því er málið að njóta þessa að vera í fríi og mæta enn öflugri Spa. Ég er þegar spenntur fyrir því móti", sagði Button, en keppt verður á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Sjá brautarlýsingu frá Spá á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira