Button: Áttum sigurinn skilinn 31. júlí 2011 17:04 Jenson Button var kampakátur með sigur í Ungverjlandi í dag. AP mynd: Thanassis Stavrakis Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. John Button faðir Jenson var á staðnum á Hungaroring brautinni í dag og kærasta Jenson, Jessica Mishibata einnig og þau fögnuðu kappanum vel þegar hann kom í endamark. Button hefur nú unnið tvö mót á árinu og er í fimmta sæti í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel á Red Bull er efstur og 85 stigum á undan næsta ökumanni þegar 8 mótum er ólokið. „Ég vil þakka liðinu. Bíllinn virkaði vel við allar aðstæður og við beittum réttri keppnisáætlun. Við áttum sigurinn skilinn og það var frábært að standa á verðlaunapallinum með Dave (Robson) tækniráðgjafa mínum í fyrsta skipti", sagði Button, sem vann einnig mótið í Kanada á þessu ári. „Keppnin var viðburðarrík og ég barðist af kappi við Lewis (Hamilton) og við vorum fremstir og ókum á ystu nöf, en bilið ýmist jókst eða minnkaði. Þetta var skemmtilegt og mér finnst leitt að við vorum ekki báðir á verðlaunapallinum." „Þetta var frábær leið til að fagna 200 mótinu í Formúlu 1 og liðið fer í sumarfrí með hvatningu í farteskinu. Við vitum að við erum með góðan bíl og því er málið að njóta þessa að vera í fríi og mæta enn öflugri Spa. Ég er þegar spenntur fyrir því móti", sagði Button, en keppt verður á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Sjá brautarlýsingu frá Spá á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button fagnaði tímamótum í dag í Ungverjalandi þegar hann ók í sínu 200 Formúlu 1 móti og vann sinn ellefta sigur. Button hóf ferlinn með Williams árið 2000, en fagnaði sigri með McLaren í dag. John Button faðir Jenson var á staðnum á Hungaroring brautinni í dag og kærasta Jenson, Jessica Mishibata einnig og þau fögnuðu kappanum vel þegar hann kom í endamark. Button hefur nú unnið tvö mót á árinu og er í fimmta sæti í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel á Red Bull er efstur og 85 stigum á undan næsta ökumanni þegar 8 mótum er ólokið. „Ég vil þakka liðinu. Bíllinn virkaði vel við allar aðstæður og við beittum réttri keppnisáætlun. Við áttum sigurinn skilinn og það var frábært að standa á verðlaunapallinum með Dave (Robson) tækniráðgjafa mínum í fyrsta skipti", sagði Button, sem vann einnig mótið í Kanada á þessu ári. „Keppnin var viðburðarrík og ég barðist af kappi við Lewis (Hamilton) og við vorum fremstir og ókum á ystu nöf, en bilið ýmist jókst eða minnkaði. Þetta var skemmtilegt og mér finnst leitt að við vorum ekki báðir á verðlaunapallinum." „Þetta var frábær leið til að fagna 200 mótinu í Formúlu 1 og liðið fer í sumarfrí með hvatningu í farteskinu. Við vitum að við erum með góðan bíl og því er málið að njóta þessa að vera í fríi og mæta enn öflugri Spa. Ég er þegar spenntur fyrir því móti", sagði Button, en keppt verður á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Sjá brautarlýsingu frá Spá á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira