Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Apple

Bandaríski tölvurisinn Apple skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 7,3 milljörðum dollara eða um 860 milljörðum kr. Jókst hagnaðurinn um 125% frá sama tímabili í fyrra.

Samkvæmt frétt á CNN Money er það einkum mikil sala á iPhone og iPad tölvum sem liggur að baki hinum aukna hagnaði. Steve Jobs forstjóri Apple segir í tilkynningu að um sé að ræða besta ársfjórðung í sögu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×