Veðurblíða í Víðidalnum, komnir 150 laxar á land Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2011 15:58 Mynd af www.lax-a.is Heildarveiðin í Víðidal er kominn í 150 laxa ef kvöldvaktin í gær og morguninn í dag er tekinn með. Er þetta talsvert minna en í fyrra en eins og oft hefur verið sagt í sumar er veiðin um tveimur vikum seinna í sumar en undanfarin ár. Við heyrðum í þeim niðri veiðihúsi eftir vaktina í morgun og var sól og blíða á svæðinu eins og er búið að vera núna í viku og ef eitthvað er fer hitinn hækkandi. Það eru þó að koma um 15 fiskar á land á dag, mest á svæði eitt á gárutúbur og smáflugur. Við heyrðum einnig af því að aðeins sé farið að bera á nýjum smálaxi í ánni sem er góðs viti. Menn voru þó bjartsýnir fyrir helgina og verður spennandi að heyra hvernig hún gengur. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Heildarveiðin í Víðidal er kominn í 150 laxa ef kvöldvaktin í gær og morguninn í dag er tekinn með. Er þetta talsvert minna en í fyrra en eins og oft hefur verið sagt í sumar er veiðin um tveimur vikum seinna í sumar en undanfarin ár. Við heyrðum í þeim niðri veiðihúsi eftir vaktina í morgun og var sól og blíða á svæðinu eins og er búið að vera núna í viku og ef eitthvað er fer hitinn hækkandi. Það eru þó að koma um 15 fiskar á land á dag, mest á svæði eitt á gárutúbur og smáflugur. Við heyrðum einnig af því að aðeins sé farið að bera á nýjum smálaxi í ánni sem er góðs viti. Menn voru þó bjartsýnir fyrir helgina og verður spennandi að heyra hvernig hún gengur. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði