Viðskipti erlent

Írland hagnast verulega á björgun Grikklands

Írland mun hagnast verulega á björgunarpakkanum sem leiðtogar evrusvæðisins samþykktu í gærdag.

Samkvæmt pakkanum fá bæði Írland og Portúgal sömu vaxtakjör og Grikkir úr neyðarsjóði evrusvæðisins. Þetta þýðir að Írland þarf að greiða sem nemur yfir 100 milljörðum kr. minna í vexti en áður að því er segir í frétt á börsen um málið.

Eins og Grikkland munu lán Írlands og Portúgal frá neyðarsjóðnum lengjast úr 7,5 árum og í 30 ár og vextirnir munu lækka úr 6% niður í 3,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×