Webber stefnir á sigur á Nürburgring 23. júlí 2011 15:07 Mark Webber eftir tímatökuna í dag. AP mynd: Martin Meissner Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. „Tímatakan gekk nokkuð vel, nema í annarri umferðinni, sem gekk ekki að óskum. En aðrir hlutar voru góðir og stákarnir unnu sitt verk varðandi bílinn. Það hafa verið andvökuvætur undanfarið og þeir hafa verið á tánum", sagði Webber á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Webber var ekkert öruggur með sig þegar hann keyrði inn á þjónustusvæðið eftir tímatökuna. „Ég hugsaði, ef einhver gerir betur, þá á hann það skilið. Ég hefði ekki getað náð meira út úr bílnum. Ég ók á ystu nöf og náði góðum hring. Það var ánægjulegt að enginn gerði betur á lokasprettinum, en það er taugtrekkjandi að bíða í 30 sekúndur eftir fréttum. Ég mun vera í slagnum á morgun og það sem er mikilvægast er að vera fremstur í síðasta hringnum", sagði Webber, en hann hefur tvívegis náð besta tíma í tímatökum án þess að ná að fylgja því eftir með sigri. Bein útsending er frá kappakstrinum í Þýskalandi kl. 11.30 á morgun í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing mótsins er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. „Tímatakan gekk nokkuð vel, nema í annarri umferðinni, sem gekk ekki að óskum. En aðrir hlutar voru góðir og stákarnir unnu sitt verk varðandi bílinn. Það hafa verið andvökuvætur undanfarið og þeir hafa verið á tánum", sagði Webber á fréttamannafundi eftir tímatökuna. Webber var ekkert öruggur með sig þegar hann keyrði inn á þjónustusvæðið eftir tímatökuna. „Ég hugsaði, ef einhver gerir betur, þá á hann það skilið. Ég hefði ekki getað náð meira út úr bílnum. Ég ók á ystu nöf og náði góðum hring. Það var ánægjulegt að enginn gerði betur á lokasprettinum, en það er taugtrekkjandi að bíða í 30 sekúndur eftir fréttum. Ég mun vera í slagnum á morgun og það sem er mikilvægast er að vera fremstur í síðasta hringnum", sagði Webber, en hann hefur tvívegis náð besta tíma í tímatökum án þess að ná að fylgja því eftir með sigri. Bein útsending er frá kappakstrinum í Þýskalandi kl. 11.30 á morgun í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Brautarlýsing mótsins er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira