Enn er engin lausn í sjónmáli í deilunni um skuldaþak Bandaríkjanna. Fundað var um málið alla helgina en leiðtogar bandaríska þingsins og Barack Obama bandaríkjaforseti virðast enn langt frá því að ná niðurstöðu í þessari deilu.
Á meðan tifar klukkan fram til 2. ágúst næstkomandi en þá verða Bandaríkin tæknilega gjaldþrota ef þakinu verður ekki lyft.
Demókratar vilja hækka skatta og þá mest á hina efnuðu. Það vilja Repúblikanar ekki hlusta á og vilja mikinn niðurskurð hins opinbera.
Engin lausn á deilunni um skuldaþak Bandaríkjanna
