Rólegt í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu 25. júlí 2011 10:50 Mynd af www.svak.is Fremur rólegt hefur í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu það sem af er júlí. Kalt vor hefur seinkað leysingum og árnar verið mjög vatnsmiklar nú í júlí. Engin ástæða er þó til að örvænta því þótt bleikjan hafi verið fyrr á ferðinni síðustu árin verður það að teljast fremur undantekning en regla - á árunum í kringum 2000 var bleikjan yfirleitt ekki á ferðinni fyrr en eftir 20. júlí. Í sumar ætlum við að birta vikulega silungatölur úr nokkrum ám á Norðurlandi - urriði og bleikja eru talin saman, sendið okkur endilega tölur úr veiðibókum ef þið hafið aðgang að þeim. Svo minnum við að sjálfvirku veiðibókina hjá SVAK þar sem hægt er að sjá sundurliðun eftir dögum. Fremur rólegt hefur bleikjuveiðinni á efri svæðunum í Eyjafjarðará - við höfum hinsvegar bæði frétt af laxi þar og sjóbirtingi. Við fréttum einmitt af mikilli sjóbirtingsveiði á pollinum í vor og voru þeir stærstu sagðir yfir 10 pund..... Nánast öll bleikjuveiðin í Fnjóská er af neðsta svæðinu og hefur ekki fréttst af fiski uppá silungasvæði. Bleikja virðist vera farin að dreifa sé um allt í Hörgánni - og hefur verið fín veiði þar síðustu daga. Raunar var afar góð veiði í ósnum í vor og vonum við að það viti á gott bleikjusumar. Við höfum lítið frétt af Svarfaðardalsánni en ef gluggað er í veiðibókina þá virðast menn hafa verið í fínni urriðaveiði á neðri svæðunum. Ólafsfjarðaráin opnaði þann 14. júlí og voru menn í fínni bleikju fyrstu dagana - lítið hefur þó bættst við að fiski og dró úr veiði þegar leið á vikuna. Mjög rólegt hefur verið í Norðurá og Hofsá í Skagafirði - en nóg var af bleikju í Fljótaánni strax í byrjun mánaðarins. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK Meira á www.svak.is Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Fremur rólegt hefur í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu það sem af er júlí. Kalt vor hefur seinkað leysingum og árnar verið mjög vatnsmiklar nú í júlí. Engin ástæða er þó til að örvænta því þótt bleikjan hafi verið fyrr á ferðinni síðustu árin verður það að teljast fremur undantekning en regla - á árunum í kringum 2000 var bleikjan yfirleitt ekki á ferðinni fyrr en eftir 20. júlí. Í sumar ætlum við að birta vikulega silungatölur úr nokkrum ám á Norðurlandi - urriði og bleikja eru talin saman, sendið okkur endilega tölur úr veiðibókum ef þið hafið aðgang að þeim. Svo minnum við að sjálfvirku veiðibókina hjá SVAK þar sem hægt er að sjá sundurliðun eftir dögum. Fremur rólegt hefur bleikjuveiðinni á efri svæðunum í Eyjafjarðará - við höfum hinsvegar bæði frétt af laxi þar og sjóbirtingi. Við fréttum einmitt af mikilli sjóbirtingsveiði á pollinum í vor og voru þeir stærstu sagðir yfir 10 pund..... Nánast öll bleikjuveiðin í Fnjóská er af neðsta svæðinu og hefur ekki fréttst af fiski uppá silungasvæði. Bleikja virðist vera farin að dreifa sé um allt í Hörgánni - og hefur verið fín veiði þar síðustu daga. Raunar var afar góð veiði í ósnum í vor og vonum við að það viti á gott bleikjusumar. Við höfum lítið frétt af Svarfaðardalsánni en ef gluggað er í veiðibókina þá virðast menn hafa verið í fínni urriðaveiði á neðri svæðunum. Ólafsfjarðaráin opnaði þann 14. júlí og voru menn í fínni bleikju fyrstu dagana - lítið hefur þó bættst við að fiski og dró úr veiði þegar leið á vikuna. Mjög rólegt hefur verið í Norðurá og Hofsá í Skagafirði - en nóg var af bleikju í Fljótaánni strax í byrjun mánaðarins. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK Meira á www.svak.is
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði