Helgin var góð í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2011 12:31 Mynd af www.lax-a.is Helgin var ágæt í Ytri Rangá. Það var hvasst á laugardaginn og nær ómögulegt að kasta flugu en samt náðu veiðimenn að landa 22 löxum. Sunnudagurinn var mun betri, vindinn lægði og veiðimenn gátu kastað, en alls komu 53 laxar á land. Helstu svæðin sem voru að gefa yfir helgina eru þau sömu og undanfarið, en það eru svæði eitt, fjögur og sex. Það eru einnig góð tíðindi að fimm löxum var landað á Gutlfossarbreiðu á svæði tíu en það er fyrir ofan Árbæjarfoss. Síðust tölur úr fossinum fengum við fyrir helgin en þá voru 100 laxar farnir í gegnum teljarann. Nú er bara að vona að veðrið verði gott í vikunni því nóg er af fiski í Ytri um þessar mundir. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði
Helgin var ágæt í Ytri Rangá. Það var hvasst á laugardaginn og nær ómögulegt að kasta flugu en samt náðu veiðimenn að landa 22 löxum. Sunnudagurinn var mun betri, vindinn lægði og veiðimenn gátu kastað, en alls komu 53 laxar á land. Helstu svæðin sem voru að gefa yfir helgina eru þau sömu og undanfarið, en það eru svæði eitt, fjögur og sex. Það eru einnig góð tíðindi að fimm löxum var landað á Gutlfossarbreiðu á svæði tíu en það er fyrir ofan Árbæjarfoss. Síðust tölur úr fossinum fengum við fyrir helgin en þá voru 100 laxar farnir í gegnum teljarann. Nú er bara að vona að veðrið verði gott í vikunni því nóg er af fiski í Ytri um þessar mundir. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði