Alonso vonar að velgengni McLaren hjálpi Ferrari 25. júlí 2011 13:08 Fernando Alonso á ráslínunni í Þýskalandi á sunnudaginn. AO mynd; Jens Meyers Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu. Aðspurður í frétt á autosport.com hvort hann ætti möguleika á titilinum sagði Alonso: „Staðan er svipuð og þetta verður erfitt. Ef þeir ljúka alltaf keppni í þriðja og fjórða sæti, þá nægir það þeim", sagði Alonso, en Mark Webber varð þriðji í gær og Vettel fjórði. „Ef það er sjéns að vinna titilinn þá þarf McLaren liðið að vera sterkt, af því þeir þurfa að komast á verðlaunapall og við þurfum að vera á undan þeim að auki. Vonandi getum við verið á verðlaunapallinum í Búdapest, án þess að Vettel verði þar", sagði Alonso, en keppt verður í Ungverjalandi um næstu helgi. Alonso var fjórði á ráslínu í Þýskalandi og var í hörkuslag um sigur við Hamilton og Webber, en varð að sætta sig við annað sætið. „Ég varð annar í Valencia, vann á Silverstone og varð annar hér. Þetta eru þrjár mismunandi brautir, þrjú mismunandi hitastig og þrjár uppstillingar á vél. Það sýnir þolgæði bílsins og hvað við höfum náð að þróa hann", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu. Aðspurður í frétt á autosport.com hvort hann ætti möguleika á titilinum sagði Alonso: „Staðan er svipuð og þetta verður erfitt. Ef þeir ljúka alltaf keppni í þriðja og fjórða sæti, þá nægir það þeim", sagði Alonso, en Mark Webber varð þriðji í gær og Vettel fjórði. „Ef það er sjéns að vinna titilinn þá þarf McLaren liðið að vera sterkt, af því þeir þurfa að komast á verðlaunapall og við þurfum að vera á undan þeim að auki. Vonandi getum við verið á verðlaunapallinum í Búdapest, án þess að Vettel verði þar", sagði Alonso, en keppt verður í Ungverjalandi um næstu helgi. Alonso var fjórði á ráslínu í Þýskalandi og var í hörkuslag um sigur við Hamilton og Webber, en varð að sætta sig við annað sætið. „Ég varð annar í Valencia, vann á Silverstone og varð annar hér. Þetta eru þrjár mismunandi brautir, þrjú mismunandi hitastig og þrjár uppstillingar á vél. Það sýnir þolgæði bílsins og hvað við höfum náð að þróa hann", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira