Hönnuður sigrar í stjörnustríði gegn George Lucas 28. júlí 2011 07:01 Leikmyndahönnuðurinn sem bjó til hjálmana á Stormsveitirnar í Star Wars myndunum hefur unnið höfundaréttarmál gegn George Lucas leikstjóra myndanna. Hönnuðurinn sem hér um ræðir heitir Andrew Ainsworth og hann hefur eytt meir ein hálfum áratug og yfir 130 milljónum króna í að slást við George Lucas fyrir dómstólum beggja vegna Atlantshafsins. Í Bandaríkjunum fór málið alla leið í Hæstarétt sem dæmdi Lucas í vil. Í Bretlandi, þar sem Ainsworth býr, fór málið einnig fyrir Hæstarétt og þar vann hönnuðurinn málið. Málið hófst með því að Ainsworth seldi þrjá gamla hjálma sem hann átti í fórum sínum og fékk stórfé fyrir. Í framhaldinu fór hann að smíða og selja eftirlíkingar af Stormsveitahjálmunum árið 2002. Sú sala leiddi til þess að Lucas lagði fram 20 milljón dollara kröfu á hann fyrir brot gegn höfundarétti sínum. Ainsworth segist vera ánægður með niðurstöðu málsins en hann mun hafa fjármagnað málskostnað sinn með sölu á þessum vinsælu hjálmum. George Lucas segir það hættulegt fyrir breskan kvikmyndaiðnað að þar gildi ekki sömu lög um höfundarétt og í Bandaríkjunum. Slíkt leiði til þess að bandarískir kvikmyndagerðarmenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir leiti til Breta um vinnu við kvikmyndir. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Leikmyndahönnuðurinn sem bjó til hjálmana á Stormsveitirnar í Star Wars myndunum hefur unnið höfundaréttarmál gegn George Lucas leikstjóra myndanna. Hönnuðurinn sem hér um ræðir heitir Andrew Ainsworth og hann hefur eytt meir ein hálfum áratug og yfir 130 milljónum króna í að slást við George Lucas fyrir dómstólum beggja vegna Atlantshafsins. Í Bandaríkjunum fór málið alla leið í Hæstarétt sem dæmdi Lucas í vil. Í Bretlandi, þar sem Ainsworth býr, fór málið einnig fyrir Hæstarétt og þar vann hönnuðurinn málið. Málið hófst með því að Ainsworth seldi þrjá gamla hjálma sem hann átti í fórum sínum og fékk stórfé fyrir. Í framhaldinu fór hann að smíða og selja eftirlíkingar af Stormsveitahjálmunum árið 2002. Sú sala leiddi til þess að Lucas lagði fram 20 milljón dollara kröfu á hann fyrir brot gegn höfundarétti sínum. Ainsworth segist vera ánægður með niðurstöðu málsins en hann mun hafa fjármagnað málskostnað sinn með sölu á þessum vinsælu hjálmum. George Lucas segir það hættulegt fyrir breskan kvikmyndaiðnað að þar gildi ekki sömu lög um höfundarétt og í Bandaríkjunum. Slíkt leiði til þess að bandarískir kvikmyndagerðarmenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir leiti til Breta um vinnu við kvikmyndir.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira