Fótbolti

Ísland tapaði 4-0 gegn Evrópumeistaraliði Spánverja

Íslenska U17 ára landsliðið náði ekki að sýna hvað í því býr í leiknum gegn Spánverjum í dag.
Íslenska U17 ára landsliðið náði ekki að sýna hvað í því býr í leiknum gegn Spánverjum í dag.
Íslenska U17 ára kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 4-0 gegn ríkjandi Evrópumeistaraliði Spánverja í undanúrslitum Evrópumótsins í Nyon í Sviss í dag. Spánverjar voru með mikla yfirburði í leiknum en mörkin sem Ísland fékk á sig voru afar slysaleg svo ekki sé meira sagt. Frakkar og Þjóðverjar eigast við kl. 16 í dag í hinum undanúrslitaleiknum og mætir Íslandi tapliðinu úr þeirri viðureign í leiknum um bronsverðlaunin.

Spánverjar skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 9. mínútu og þar var Marina Garcia að verki. Alexia Putellas skoraði annað mark Spánverja á 34. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Putellas á ný með skoti beint úr aukaspyrnu. Fjórða mark Spánverja var sjálfsmark en Glódís Perla Viggósdóttir varð fyrir því óláni að skora það mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×