Laxá í Dölum að vakna til lífsins Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2011 16:18 Mynd af www.svfr.is Eftir mikla tregðu er Laxá í Dölum vöknuð til lífsins. Að sögn Árna Friðleifssonar sem er á staðnum þá er kominn fiskur um alla á í kjölfar rigningar. Sett var í sautján laxa í morgun og níu landað. Þar af voru fimm þeirra á svæði III sem hefur verið steindautt í sumar. Þetta er svo sem ekki nýlunda þegar að Laxá í Dölum á í hlut, en áin er þekkt fyrir að vera sein til og óútreiknanleg. Er aflanum oft misskipt því í rigningatíð geta göngurnar í ána orðið ævintýralegar. Einn leiðsögumanna keyrði til dæmis ofan í eina laxagönguna í morgun þegar að farið var yfir vað ofarlega í ánni. Splundraðist vaðið þegar að tugir laxa styggðust og ruku upp ána. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði
Eftir mikla tregðu er Laxá í Dölum vöknuð til lífsins. Að sögn Árna Friðleifssonar sem er á staðnum þá er kominn fiskur um alla á í kjölfar rigningar. Sett var í sautján laxa í morgun og níu landað. Þar af voru fimm þeirra á svæði III sem hefur verið steindautt í sumar. Þetta er svo sem ekki nýlunda þegar að Laxá í Dölum á í hlut, en áin er þekkt fyrir að vera sein til og óútreiknanleg. Er aflanum oft misskipt því í rigningatíð geta göngurnar í ána orðið ævintýralegar. Einn leiðsögumanna keyrði til dæmis ofan í eina laxagönguna í morgun þegar að farið var yfir vað ofarlega í ánni. Splundraðist vaðið þegar að tugir laxa styggðust og ruku upp ána. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði