Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði 29. júlí 2011 10:03 Mynd af www.svfr.is Holl sem lauk veiðum á aðalsvæði Hítarár þann 27/7 hjó nærri veiðimeti árinnar því 81 lax veiddist í hollinu. Mjög góður gangur er í ánum á Vesturlandi.Hítará á Mýrum er í mjög góðum gír. Þriggja daga holl fra 21-24. júí fékk 50 laxa veiði en þeir sem tóku við gerðu betur og lönduðu 81 laxi, og var aflinn vel dreifður. Mjög sterkar göngur eru í ána, og er það um hálfum mánuði síðar en mörg undanfarin ár. Hins vegar skal haft í huga að á árum áður var besti tími árinnar venjulega um Verslunarmannahelgina. Þetta er ein mesta veiði sem náðst hefur í þriggja daga holli í seinni tíð, en þó var þriggja daga holl um áðurnefnda helgi árið 2001 sem fékk 86 laxa. Er það mesta veiði sem ritstjóri man eftir úr Hítará. Veiðin nú heggur ansi nærri því meti. Úr Norðurá í Borgarfirði berast þær fréttir að enn séu fínar laxagöngur. Þegar að ritstjóri ræddi við Jón G. Baldvinsson á Norðurárbökkum í gærmorgun var búið að setja í átta laxa við Laxfoss og landa fimm þeirra. Allt var það nýrunninn og lúsugur fiskur. Síðasta holl fór í tæplega 130 laxa, og ef efra svæðið og Stekksbókin er talin með má vænta þess að áin sé að skríða yfir 1.500 laxa veiði. Það er því einsýnt að sumarið verður gott á Norðurárbökkum. Í gær höfðu 350 laxar farið teljarann á tveimur sólarhingum.Gljúfurá í Borgarfirði er í hörku gír. Holl sem hætti á hádegi í gær fékk 23 laxa á tveimur dögum. Virðist sem að nokkuð hafi gengið af laxi í rigningunni. Athygli vekur hversu mikill hluti aflans þetta sumarið er tekinn neðan teljarans.Það lítur vel út með framhaldið.Straumarnir hafa verið góðir, þrátt fyrir að ekki sé um að ræða sama vatnsleysissumarið og undanfarin ár. Lítið vatn bergvatnsánna kemur Straumunum vel, en vatnsbúskapur hefur verið ágætur í sumar. Þrátt fyrir þetta hefur verið hörku veiði í Straumunum. Hollið um 20. júlí fékk 30 laxa á tveimur dögum á tvær stangir, þeir sem komu í kjölfarið fengu átján og stakur dagur frá 23-24/7 gaf 12 laxa. Nú hefur sjóbirtingur bæst í aflann og er hann seinna á ferðinni en áður. Eru þar á ferðinni vænir fiskar, og nánast sambærilegir löxunum í stærð. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Holl sem lauk veiðum á aðalsvæði Hítarár þann 27/7 hjó nærri veiðimeti árinnar því 81 lax veiddist í hollinu. Mjög góður gangur er í ánum á Vesturlandi.Hítará á Mýrum er í mjög góðum gír. Þriggja daga holl fra 21-24. júí fékk 50 laxa veiði en þeir sem tóku við gerðu betur og lönduðu 81 laxi, og var aflinn vel dreifður. Mjög sterkar göngur eru í ána, og er það um hálfum mánuði síðar en mörg undanfarin ár. Hins vegar skal haft í huga að á árum áður var besti tími árinnar venjulega um Verslunarmannahelgina. Þetta er ein mesta veiði sem náðst hefur í þriggja daga holli í seinni tíð, en þó var þriggja daga holl um áðurnefnda helgi árið 2001 sem fékk 86 laxa. Er það mesta veiði sem ritstjóri man eftir úr Hítará. Veiðin nú heggur ansi nærri því meti. Úr Norðurá í Borgarfirði berast þær fréttir að enn séu fínar laxagöngur. Þegar að ritstjóri ræddi við Jón G. Baldvinsson á Norðurárbökkum í gærmorgun var búið að setja í átta laxa við Laxfoss og landa fimm þeirra. Allt var það nýrunninn og lúsugur fiskur. Síðasta holl fór í tæplega 130 laxa, og ef efra svæðið og Stekksbókin er talin með má vænta þess að áin sé að skríða yfir 1.500 laxa veiði. Það er því einsýnt að sumarið verður gott á Norðurárbökkum. Í gær höfðu 350 laxar farið teljarann á tveimur sólarhingum.Gljúfurá í Borgarfirði er í hörku gír. Holl sem hætti á hádegi í gær fékk 23 laxa á tveimur dögum. Virðist sem að nokkuð hafi gengið af laxi í rigningunni. Athygli vekur hversu mikill hluti aflans þetta sumarið er tekinn neðan teljarans.Það lítur vel út með framhaldið.Straumarnir hafa verið góðir, þrátt fyrir að ekki sé um að ræða sama vatnsleysissumarið og undanfarin ár. Lítið vatn bergvatnsánna kemur Straumunum vel, en vatnsbúskapur hefur verið ágætur í sumar. Þrátt fyrir þetta hefur verið hörku veiði í Straumunum. Hollið um 20. júlí fékk 30 laxa á tveimur dögum á tvær stangir, þeir sem komu í kjölfarið fengu átján og stakur dagur frá 23-24/7 gaf 12 laxa. Nú hefur sjóbirtingur bæst í aflann og er hann seinna á ferðinni en áður. Eru þar á ferðinni vænir fiskar, og nánast sambærilegir löxunum í stærð. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði