Mamma Kristínar heimsmeistara: Orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2011 09:00 Kristín Krisúla Tsoukala, til vinstri, hendir þjálfara sínum út í laugina í fagnaðarlátunumn. Mynd/Nordic Photos/Getty Hin grísk-íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í gær heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. Kristín Krisúla er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. „Ég veit ekki hvort ég get talað því ég er svo hamingjusöm. Þetta er alveg stórkostlegt. Hún er heimsmeistari," var það fyrsta sem kom upp úr Þóru Björk Valsteinsdóttur, móður Kristínar, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er búið að vera stanslaust í sjónvarpinu og í öllum fréttum hér. Þetta er fyrsta lið í sögu Grikklands sem fær heimsmeistaratitil," segir Þóra. „Hún er yngst í liðinu. Hún var tekin sextán ára inn í landsliðið og ef ég á að segja þér satt þá hefur landsliðið ekki gert neitt annað en að vinna síðan. Það er íslenski víkingurinn. Hún er varnarleikmaður og þetta er svolítið eins og í handbolta. Sá sem er miðjunni passar mest og fær mestu höggin. Hún er talin ein af bestu sundknattleikskonum í heimi," segir Þóra. Kristín var fyrst valin í gríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Kristín tók einnig þátt í því að vinna silfur á Evrópumóti landsliða á síðasta ári. „Hún er voðalega íslensk í sér og rosalega íslensk í útliti. Hún er 185 sm, ljóshærð og bláeygð. Hún sker sig líka út í liðinu því hinar eru alveg eins og litlu börnin hennar. Hún er miklu hærri en þær," segir Þóra og bætti við: „Þær eru allar orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi," sagði stolt mamma að lokum. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Hin grísk-íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í gær heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. Kristín Krisúla er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. „Ég veit ekki hvort ég get talað því ég er svo hamingjusöm. Þetta er alveg stórkostlegt. Hún er heimsmeistari," var það fyrsta sem kom upp úr Þóru Björk Valsteinsdóttur, móður Kristínar, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er búið að vera stanslaust í sjónvarpinu og í öllum fréttum hér. Þetta er fyrsta lið í sögu Grikklands sem fær heimsmeistaratitil," segir Þóra. „Hún er yngst í liðinu. Hún var tekin sextán ára inn í landsliðið og ef ég á að segja þér satt þá hefur landsliðið ekki gert neitt annað en að vinna síðan. Það er íslenski víkingurinn. Hún er varnarleikmaður og þetta er svolítið eins og í handbolta. Sá sem er miðjunni passar mest og fær mestu höggin. Hún er talin ein af bestu sundknattleikskonum í heimi," segir Þóra. Kristín var fyrst valin í gríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Kristín tók einnig þátt í því að vinna silfur á Evrópumóti landsliða á síðasta ári. „Hún er voðalega íslensk í sér og rosalega íslensk í útliti. Hún er 185 sm, ljóshærð og bláeygð. Hún sker sig líka út í liðinu því hinar eru alveg eins og litlu börnin hennar. Hún er miklu hærri en þær," segir Þóra og bætti við: „Þær eru allar orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi," sagði stolt mamma að lokum.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira